Engar vísbendingar um saknæmt athæfi

„Nefndin telur að til að auka öryggi skipverja eigi ekki …
„Nefndin telur að til að auka öryggi skipverja eigi ekki að vera með búnað sem tilheyrir veiðarfærum í hleðslu inni í vistaverum,“ segir í sérstakri ábendingu rannsóknanefndar samgönguslysa vegna elds í Erlingi KE. Ljósmynd/Aðsend

Eng­ar vís­bend­ing­ar eru um að eld­ur um borð í Erl­ing KE 140 um ára­mót­in hafi kviknað með sak­næm­um hætti, seg­ir í nefndaráliti sigl­inga­sviðs Rann­sókna­nefnd­ar sam­göngu­slysa.

Nefnd­in tel­ur að upp­tök elds­ins hafi verið í eða við hleðslu AIS-staðsetn­ing­ar­búnaðar í aft­ur­horni setu­stofu báts­ins, sem lá við land­fest­ar í Njarðvík­ur­höfn. Mikið tjón varð um borð í skip­inu.

Raf­tæki og fjöltengi

Und­ir borðinu í setu­stof­unni var AIS-staðsetn­ing­ar­búnaður fyr­ir neta­bauj­ur í hleðslu, raf­magns­drif­inn flugna­bani var fest­ur upp fyr­ir ofan borðið og út­varps­tæki var á hillu þar fyr­ir ofan. Búnaður­inn hafði verið í sam­bandi við raf­magn. Staðsetn­ing­ar­búnaður­inn var tengd­ur í tvö fjöltengi með slökkvirof­um. Tíu hleðslu­stæði fyr­ir tæk­in voru und­ir borðinu og staðsetn­ing­ar­tæki voru í þeim öll­um en ekki lá fyr­ir hvað mörg þeirra voru í sam­bandi við fjölteng­in.

Fjór­ir skip­verj­ar voru við vinnu við skipið milli jóla og ný­árs við að und­ir­búa það til veiða og höfðu yf­ir­gefið skipið síðdeg­is fimmtu­dag­inn 30. des­em­ber. Erl­ing KE hafði ekki verið á veiðum síðan í apríl 2021, en hefja átti neta­veiðar í byrj­un janú­ar 2022.

Miklar skemmdir voru eftir brunan. Erling KE
Mikl­ar skemmd­ir voru eft­ir brun­an. Erl­ing KE Ljós­mynd/​Aðsend

Þegar skip­verj­ar mættu til skips að morgni 2. janú­ar var brunaviðvör­un­ar­kerfið í gangi og í ljós kom að eld­ur hafði komið upp í setu­stofu áhafn­ar. Mikl­ar skemmd­ir voru á henni eft­ir eld­inn og sót út um all­ar íbúðir. Íbúðirn­ar höfðu verið lokaðar og eld­ur­inn að lík­ind­um kafnað sök­um súr­efn­is­skorts.

„Nefnd­in tel­ur að til að auka ör­yggi skip­verja eigi ekki að vera með búnað sem til­heyr­ir veiðarfær­um í hleðslu inni í vist­a­ver­um,“ seg­ir í sér­stakri ábend­ingu.

Erling KE var myndarlegt skip.
Erl­ing KE var mynd­ar­legt skip. mbl.is/​Sig­urður Bogi
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: