Gná lauk björgunaræfingu upp á eigin spýtur

TF-Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar
TF-Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar mbl.is/ Þóra Birna

Land­helg­is­gæsla Íslands og banda­ríski sjó­her­inn áttu að fram­kvæma björg­un­aræf­ingu í morg­un nærri Stapa­felli á Reykja­nesskaga, þar sem þyrlu­sveit­ir ásamt stjórn­stöðvum yrðu í aðal­hlut­verki.

Æfing­in fór vel af stað en þegar kom að því að þyrlu­sveit­ir voru kallaðar út tók þyrla banda­ríska sjó­hers­ins ekki á loft.

Viggó M. Sig­urðsson, stýri­maður og sigmaður hjá Gæsl­unni, vann að því að skipu­leggja æf­ing­una og var þetta fjórða til­raun til að láta hana fara fram.

Æfing­in er einskon­ar próf þar sem starfs­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar leysa verk­efni líkt og um raun­veru­legt út­kall væri að ræða. 

Viggó M. Sigurðsson á vettvangi æfingarinnar í morgun.
Viggó M. Sig­urðsson á vett­vangi æf­ing­ar­inn­ar í morg­un. mbl.is/ Þóra Birna

Vantaði aðstoð með þyrlu

Verk­efnið í þetta skiptið var fólgið í því að bjarga fólki sem var inn­lyksa vegna eld­goss og fá til þess hjálp frá banda­ríska sjó­hern­um.

„Klukk­an átta í morg­un verður hérna jarðskjálfti með hugs­an­legu eld­gosi. Okk­ar stjórn­stöð kall­ar út okk­ar sveit og miðað við fengn­ar upp­lýs­ing­ar er óvissa um hvað það eru marg­ir í hættu. Okk­ur vant­ar aðstoð með þyrlu því fólkið er inn­lyksa. Við leit­um þá til varna­mála­sviðs inn­an Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Þá fer í gang ferli að at­huga hvort ein­hver sé í kring með tæki, við fáum svar að það sé skip frá banda­ríska sjó­hern­um í grennd­inni.“

Þannig sner­ist æf­ing­in helst um aðdrag­anda og skipu­lagn­ingu leit­ar og björg­un­ar, og boðleiðir milli LHG og banda­ríska sjó­hers­ins.

Verður ekki önn­ur æf­ing í bráð

Þyrla banda­ríska sjó­hers­ins tók ekki á loft vegna veðurs, en rokið olli ókyrr­um sjó. Skip sjó­hers­ins var því of óstöðugt til þess að þyrl­an gæti tekið á loft án þess að hætta yrði á að skip­inu hvolfdi. 

TF-Gná, þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar lauk verk­efn­inu upp á eig­in spýt­ur og bjargaði hópn­um.

Boðleiðirn­ar milli LHG og varn­ar­mála­sviðsins reynd­ust vel, sem og þær milli varn­ar­mála­sviðsins og stjórn­ar­inn­ar sem held­ur utan um tæk­in, að sögn Viggós. 

„Þessi þátt­ur sem tekst ekki er skipu­lagn­ing­in milli sjálfra ein­ing­anna sem koma að björg­un­inni.“ Viggó sér ekki fram á að það muni nást að fram­kvæma aðra æf­ingu á því í bráð.

Aðgengi að stór­um tækj­um

Björg­un­aræf­ing­in var í tengsl­um við varn­aræf­ing­una Norður-Vík­ing sem nú stend­ur yfir hér á landi.

Mik­ill áhugi er á góðri sam­vinnu milli ríkja inn­an Atlants­hafs­banda­lags­ins og var björg­un­aræf­ing­in liður í því að full­komna út­færslu á slíku sam­starfi.

Aðspurður hver sé ávinn­ing­ur­inn fyr­ir hvorn aðila seg­ir Viggó að LHG græði á því að eiga gott aðgengi að stór­um og öfl­ug­um tækj­um í eigu banda­ríska hers­ins, líkt og þyrlunni sem hefði átt að taka þátt í þess­ari æf­ingu.

Þau tæki geta borið fleira fólk en ís­lenski búnaður­inn ræður við og kæmi sér til að mynda vel ef rýma þyrfti bæj­ar­fé­lag vegna nátt­úru­ham­fara.

Ekki síst litlu hlut­irn­ir sem Banda­ríkja­menn vilja til­einka sér

„Það sem þeir fá frá okk­ur er að skilja starf­semi okk­ar og kynn­ast búnaðinum. Það eru ekki síst þess­ir litlu hlut­ir, fatnaður og annað sem okk­ur þykir svo sjálfsagt. Þeir eru að sjá, læra og finna það hvað þessi litlu atriði skipta miklu máli.“

Banda­rísku her­menn­irn­ir hafa hingað til aðallega starfað í eyðimörk­um á tölu­vert hlýrri slóðum og það eru því mik­il viðbrigði fyr­ir þá að læra inn á hvernig best sé að at­hafna sig í ís­lenskri veðráttu. 

Bandarísku hermennirnir vilja læra af íslensku Landhelgisgæslunni hvernig best er …
Banda­rísku her­menn­irn­ir vilja læra af ís­lensku Land­helg­is­gæsl­unni hvernig best er að búa og at­hafna sig í veðrum og vind­um nor­rænna slóða. Skapti Hall­gríms­son
mbl.is