Fyrirsætan Chrissy Teigen og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn John Legend, eru um þessar mundir stödd á Havaí ásamt börnum sínum tveimur, Lunu, fimm ára og Miles, þriggja ára.
Mikið fjör hefur verið í ferð fjölskyldunnar hingað til og afþreying fyrir börnin ekki af skornum skammti. Þó svo að fjölskyldan hafi notið veðurblíðunnar og varið einhverjum tíma í að sóla sig, líkt og myndefni á Instagram-reikningi Teigen gefur til kynna, þá er það langt í frá það eina sem Havaí hefur boðið þeim upp á.
Teigen deildi skemmtilegu myndskeiði á Instagram af ferð fjölskyldunnar á sögulegar slóðir sem risaeðlur drottnuðu áður yfir. Kualoa Ranch-garðurinn er friðað svæði og um 4000 hektarar að stærð. Í garðinum er að finna muni og minjar frá þeim tíma sem risaeðlur voru uppi og hefur mjög raunverulegum og hreyfanlegur gervi risaeðlum verið komið fyrir.
Börn Teigen og Legends fengu einstaka upplifun í Kualoa Ranch-garðinum þegar gervi risaeðla, í raunstærð, elti þau á röndum nokkurn spöl þegar þau heimsóttu garðinn. Á myndskeiðinu sést hvernig svipbrigði barnanna breytast um leið og risaeðlan nálgast þau. Mun þessi ævintýralega heimsókn líklega festast í minnum þeirra um ókomna tíð.