Hæfileikadómarinn Simon Cowell gekk of langt í fegrunaraðgerðum og segist nú alveg vera laus við bótox. Hann ákvað að hætta þegar sonur hans varð hræddur við hann.
„Það var tímabil í lífi mínu þar sem ég gekk mögulega of langt. Ég sá „fyrir“ mynd af mér um daginn og þekkti ekki sjálfan mig,“ sagði Cowell í viðtali við The Sun.
Cowell á soninn Eric sem varð átta ára fyrr á þessu ári. Sonur hans var ekki að fela tilfinningar sínar þegar Cowell gekk of langt í leit að æskunni. „Eric varð skíthræddur. Þá var komið nóg. Núna er ekkert fyllingarefni í líkamanum mínum. Ekkert.“
Stjarnan sagði að á tímabili hafi allir verið með mikið af fyllingarefnum í andlitinu. Hinn 62 ára gamla sjónvarpsstjarna hugsar öðruvísi um útlitið í dag. „Í dag snýst þetta mikið um hollt mataræði og að drekka mikið vatn,“ segir Cowell. Hann hefur grennst mikið að undanförnu og segist ekki hafa verið hraustari í mörg ár.