Magnús mótmælir gjaldtöku Fiskistofu

Magnús Jónsson, formaður Drangeyjar - smábátafélags Skagafjarðar, er ósáttur viða …
Magnús Jónsson, formaður Drangeyjar - smábátafélags Skagafjarðar, er ósáttur viða sð sjómenn þurfi að greiða fyrir að standa í skilum á aflaupplýsingum til Fiskistofu.

Magnús Jóns­son, formaður Drang­eyj­ar – smá­báta­fé­lags Skaga­fjarðar – og fyrr­ver­andi veður­stofu­stjóri, er ósátt­ur við að Fiski­stofa fái að inn­heimta gjald fyr­ir mót­töku af­la­upp­lýs­inga og hef­ur sent Fiski­stofu, Haf­rann­sókna­stofn­un og mat­vælaráðuneyt­inu bréf þar sem skorað er á stjórn­völd að falla frá gjald­tök­unni.

Fiski­stofa hafði til­kynnt að fallið yrði al­farið frá mót­töku af­la­upp­lýs­inga í gegn­um eigið smá­for­rit og vefviðmót frá 1. apríl, en í kjöl­far mik­ill­ar umræðu ákvað mat­vælaráðuneytið að breyta reglu­gerð um skrán­ingu og ra­f­ræn skil af­la­upp­lýs­inga. Þannig var Fiski­stofu gert að taka við upp­lýs­ing­um á þar til gerðu eyðublaði með ra­f­ræn­um hætti, eða með sér­stöku leyfi Fiski­stofu á papp­ír. Þjón­ustu­gjald vegna ra­f­rænn­ar afla­skrán­ing­ar var ákveðið 898 krón­ur fyr­ir hvern dag og vegna skila á papp­ír 2.050 krón­ur.

„Verð ég að lýsa óánægju með og þó ekki síður undr­un á að op­in­ber stofn­un/​stjórn­völd hafi mótað þá stefnu að láta þá aðila sem afla gagna fyr­ir stofn­un­ina/​stofn­an­irn­ar greiða fyr­ir slík gögn,“ skrif­ar Magnús í bréf­inu, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um. „Í meira en 100 ára sögu Veður­stof­unn­ar er mér ekki kunn­ugt um að at­hug­un­ar­menn á henn­ar veg­um, hvort sem þeir eru á landi, sjó eða lofti hafi nokkru sinni þurft að greiða fyr­ir að afla henni veður­gagna eða annarra gagna. [...] Kostnaður við all­an búnað og áhöld, hvort sem það eru mæli­tæki á staðnum, bæk­ur, leiðbein­ing­ar, for­rit, tölvu­búnaður og teng­ing­ar hef­ur alltaf verið að fullu greidd­ur og/​eða þróaður af stofn­un­inni eða á kostnað henn­ar.“

Hann seg­ir „frá­leitt að út­gerðir/​sjó­menn eigi að fara að greiða stór­fé fyr­ir að koma dag­leg­um af­la­upp­lýs­ing­um til Fiski­stofu og Haf­rann­sókna­stofn­un­ar“.

Skor­ar Magnús í lok bréfs­ins á Fiski­stofu og stjórn­völd að „falla frá allri gjald­töku í tengsl­um við þessa gagna­öfl­un. Sömu­leiðis að þeir sömu aðilar þrói og skipu­leggi á sinn kostnað þann búnað/​for­rit sem þarf til að koma slík­um gögn­um frá sér.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina