Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri flugfélagsins Play, og Snorri Másson, fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni, eru nýtt par samkvæmt heimildum Smartlands.
Snorri stýrði áður hlaðvarpsþáttunum Skoðanabræðrum, en hann hætti í þáttunum um áramótin og Jóhann Kristófer Stefánsson tók við keflinu af honum. Nadine var einnig fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni en hún hætti störfum þar á síðasta ári og tók við stöðu samskiptastjóra Play. Hún hefur einnig gert það gott í hlaðvarpsheiminum en hún og Þórhildur Þorkelsdóttir, kynningarfulltrúi BHM, settu nýverið á laggirnar þáttinn Eftirmál.
Snorri var á lista Smartlands yfir eftirsóttustu piparsveina landsins árið 2020.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju!