Vilja endursemja Smugusamning við Íslendinga

Á síldveiðum í Smugunni. Norðmenn telja sig ekki fá nóg …
Á síldveiðum í Smugunni. Norðmenn telja sig ekki fá nóg út úr samningum við Íslendinga. mbl.is/Friðþjófur

Sam­tök norskra út­gerðarmanna, Fiskebåt, hafa með bréfi beðið norsk yf­ir­völd um að end­ur­semja Smugu­samn­ing­inn svo­kallaða.

Samn­ing­ur­inn er milli Íslands, Nor­egs og Rúss­lands og hafa átt sér stað samn­ingaviðræður á fjög­urra ára fresti frá 2002, en fátt bend­ir til að samn­inga­fund­ir munu eiga sér stað í ár vegna inn­rás­ar Rúss­lands í Úkraínu. Fiskebåt sér hins veg­ar ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að Íslend­ing­ar og Norðmenn taki upp þau mál sem aðeins snúa að sér, að því er fram kem­ur á vef sam­tak­anna.

Lagt er til að norsk stjórn­völd fari fram á að norsk skip fái að veiða loðnu í ís­lenskri lög­sögu til fyrsta apríl í stað 15. fe­brú­ar eins og nú er, auk þess sem skip­un­um verði leyft að veiða sunn­ar en 63°N og án tak­mark­anna á fjölda skipa í ís­lenskri lög­sögu hverju sinni. Jafn­framt að skip­un­um verði heim­ilt að nýta troll við loðnu­veiðar í ís­lenskri lög­sögu, en nú er þeim aðeins heim­ilt að nota nót.

Þess­ar kröf­ur eru í sam­ræmi við um­leit­an­ir norskra út­gerðarmanna fyrr í vet­ur, en norsku loðnu­skip­un­um tókst ekki að veiða þann afla sem þeim var út­hlutað.

Þá er í bréf­inu farið fram á að norsk skip fái auka 1.500 tonna kvóta í löngu, blálöngu og keilu í Smugunni. Jafn­framt verði tak­mark á veiðar norður fyr­ir 64°N út­víkkað fyr­ir öll skip og af­num­in fyr­ir línu­veiðar. Vilja norsk­ir út­gerðar­menn einnig að heim­ilaður meðafli verði auk­inn um 40% og með því tvö­falda heim­ilað magn djúpkarfa, lúðu og grá­lúðu sem meðafla.

„Mik­il­væg­asta at­huga­semd Fiskebåt við tví­hliðasam­komu­lags milli Nor­egs og Íslands er að kvóta­skipt­in eru í miklu ójafn­vægi og hall­ar veru­lega á Nor­eg. Þá er óviðun­andi að marg­ar hindr­an­ir séu lagðar í veg fyr­ir veiðar Norðmanna í lög­sögu Íslands, á meðan ís­lensk skip búa við fáar hindr­an­ir við veiðar á kvóta sín­um í norskri lög­sögu,“ seg­ir í bréfi norsku sam­tak­anna.

mbl.is