„Ég hélt ég væri að fara að deyja“

Albert Páll Albertsson gerði hlé á sjómennskunni eftir að hann …
Albert Páll Albertsson gerði hlé á sjómennskunni eftir að hann ásamt Emilíu Halldórsdóttur eignaðist soninn Albert Dór Albertsson. Hann snéri á sjó á ný í janúar og þegar hann lenti útbyrðis í mars var það sonurinn sem veitti honum kraft til að komast lífs af. Ljósmynd/Aðsend

Skagamaður­inn og sjó­maður­inn Al­bert Páll Al­berts­son þakk­ar fyr­ir að vera á lífi eft­ir eina erfiðustu lífs­raun sem lagst get­ur á ís­lensk­an sjó­mann – að lenda meidd­ur út­byrðis í köld­um sjó þegar myrkrið er að skella á. Hann seg­ir skjót­um viðbrögðum skips­fé­laga sinna og ólýs­an­leg­um lífs­krafti að þakka að bet­ur fór en á horfðist.

Loðnu­vertíðin 2021/​2022 var ein sú stærsta í tvo ára­tugi og réð hinn 26 ára gamli Al­bert Páll sig á Vík­ing AK-100 í janú­ar. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann fór á sjó og var hann að snúa aft­ur eft­ir að hafa gert hlé á sjó­manns­líf­inu um stund þegar hann ásamt unn­ustu sinni, Em­il­íu Hall­dórs­dótt­ur, eignaðist son­inn Al­bert Dór.

Und­ir lok mars var farið að líða að síðustu dög­um vertíðar­inn­ar og var Vík­ing­ur á veiðum úti fyr­ir Sand­vík á Reykja­nesi þann 20. mars. Í þess­um túr var Al­bert Páll að gegna starfi há­seta þrátt fyr­ir að vera – eins og faðir hans Al­bert Sveins­son, skip­stjóri á Vík­ingi – menntaður stýri­maður.

Albert Páll er vanur sjómaður þrátt fyrir ungan aldur.
Al­bert Páll er van­ur sjó­maður þrátt fyr­ir ung­an ald­ur. mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son

Það sem mátti ekki ger­ast

Líða var farið á kvöld og komið rökk­ur þenn­an ör­laga­ríka dag. Loðnu­veiðarn­ar höfðu orðið fyr­ir tölu­verðum trufl­un­um all­an vet­ur­inn vegna stöðugra lægða en þenn­an dag var kalt en ekki mik­ill vind­ur og öldu­hæðin ekk­ert til að tala um. Frek­ar góð skil­yrði til veiða. Við þess­ar aðstæður var kjörið að koma loðnunót­inni í sjó­inn.

Al­bert Páll var að sinna hefðbundn­um störf­um sem hann þekk­ir vel. „Þetta er svo­lítið erfitt að út­skýra hvað gerðist, fyr­ir fólki sem veit ekki hvernig þetta virk­ar. Það er eitt­hvað sem heit­ir fall­hlíf sem er kastað í sjó­inn þegar loðnunót­in — sem er veiðarfærið — er lát­in fara. Þá er þess­ari fall­hlíf kastað í sjó og hún tog­ar veiðarfærið. Ég var á þess­ari fall­hlíf og ann­ar með mér. Ég er bú­inn að gera þetta margoft. Maður pass­ar sig alltaf á að flækj­ast ekki í þetta en ein­hvern veg­inn gerðist það, ég veit ekki hvernig. Ég sé bara allt í einu að fót­ur­inn er kom­inn í einn hring og ég næ ekki að losa mig.“

Svo ger­ist það sem átti ekki að ger­ast – fall­hlíf­inni er sleppt. „Um leið og búið er að sleppa eru bara nokkr­ar sek­únd­ur þar til þetta er farið og ég fór með. Mér skilst á fé­laga mín­um sem var við hliðina á mér að ég hafi farið ein­hverja átta metra út frá skip­inu og fjóra metra niður.“

Hvað fer í gegn­um huga manns í þess­um aðstæðum? „Ég hélt ég væri bara að fara að deyja.“

Fyr­ir son sinn

Al­bert Páll er skyndi­lega kom­inn í ís­kald­an sjó­inn sem um­lyk­ur allt en þar ger­ist hálf­gert krafta­verk. „Ég næ að losa stíg­vélið þegar ég er í sjón­um. Um leið og það losn­ar kem­ur ein­hver kraft­ur, ég hugsaði bara að ég væri ekki að fara að láta son minn verða föður­laus­an og að ég væri að fara að bjarg­ast.“ Hann kemst upp á yf­ir­borðið og nær að blása lofti í björg­un­ar­vestið.

„Fé­lagi minn kall­ar á alla um borð að ég hafi farið út í. Það bregðast all­ir fljótt við, en í raun geta þeir ekki snúið við. Veiðarfærið er farið út í. Þeir geta ekk­ert gert nema að koma létta­bátn­um út í og reyna að ná í mig, en mig byrj­ar að reka frá þeim.“

Það hafi verið mik­il hend­ing að hafa verið með skærgul­an hjálm að sögn Al­berts Páls þar sem hann hafi því sést vel í sjón­um þrátt fyr­ir að birt­an hafi verið dvín­andi. „Pabbi minn er skip­stjóri þarna og sjokk fyr­ir hann að vera uppi í brú þegar þetta ger­ist. Hann miss­ir aldrei aug­un af mér og sér alltaf gula hjálm­inn í sjón­um þó að ég sé kom­inn svo­lítið langt frá þeim.

Svo er tæki í þess­um vest­um sem heit­ir Sjókall, sem gef­ur upp staðsetn­ing­una mína. Sem bet­ur fer eru nokk­ur skip í kring og pabbi nær að leiðbeina fær­eysku skipi sem heit­ir Høga­berg. Það kom til mín og náði að kasta björg­un­ar­hring. Þeir kasta nokkr­um sinn­um og ég náði hon­um fyr­ir rest. Það var rosa­lega góð til­finn­ing.“

Víkingur AK-100.
Vík­ing­ur AK-100. Ljós­mynd/​Brim

Ólýs­an­leg til­finn­ing

Al­bert Páll seg­ir skip­verj­ana á Høga­berg hafa verið að búa sig und­ir að hífa hann um borð en um það leyti sér hann fé­laga sína af Vík­ingi koma á fullri ferð á létta­báti skips­ins. Óhætt er að segja það hafa verið mik­inn létti. „Maður get­ur eig­in­lega ekk­ert lýst þeirri til­finn­ingu. Þeir eiga ótrú­lega mikið hrós skilið, þeir á Vík­ingi, hvað þeir voru fljót­ir að bregðast við og hvað þeir eru í góðri æf­ingu.“

Hann seg­ir fé­laga sína hafa sagt sér að hann hafi verið um 20 mín­út­ur í sjón­um, en tel­ur sjálf­ur erfitt að gera sér grein fyr­ir tím­an­um.

Tutt­ugu mín­út­ur í köld­um sjón­um er hins veg­ar ekk­ert spaug enda dreg­ur of­kæl­ing veru­lega úr lífs­lík­um og kveðst Al­bert Páll ekk­ert hafa fundið fyr­ir kuld­an­um. „Um leið og var búið að hífa mig upp úr í létta­bát­inn fór ég að titra. Það var eins og lík­am­inn hafi slökkt á allri til­finn­ingu, ég bara fann ekki fyr­ir neinu. Ég brotna illa, dett úr lið og finn ekki fyr­ir nein­um áverk­um fyrr en ég er kom­inn upp og inn í skip.“

Full­ur þakk­læt­is

Land­helg­is­gæsl­unni barst á ní­unda tím­an­um hið um­rædda kvöld beiðni um aðstoð vegna skip­verja sem féll út­byrðis og var taf­ar­laust þyrla send á vett­vang. Eins voru kallaðar út sjó­björg­un­ar­sveit­ir á veg­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Suður­nesj­um. „Þyrl­an sæk­ir mig og fer með mig á spít­al­ann í Foss­vogi og ég er þar eina nótt og svo flutt­ur upp á Skaga. Það átti að gera aðgerð á mér en það var ekki hægt strax út af því hvað þetta var illa farið og bólgið. Þannig að ég þurfti að bíða í tvær vik­ur eft­ir aðgerð.“ Al­bert Páll fór í aðgerðina fyr­ir um viku og hef­ur hún tek­ist vel, en það mun taka tíma að ná full­um bata.

Brim, sem ger­ir Vík­ing út, bauð um leið áfalla­hjálp vegna slyss­ins og seg­ir hann þá aðstoð hafa komið sér vel. „Þetta eru skrýtn­ar hugs­an­ir sem koma stund­um. Allt þetta ef og hefði. Maður er þakk­lát­ur fyr­ir að ekki fór verr. Þetta var bara óheppni.“

Undra­vert þykir að eins vel fór og raun ber vitni. „Ein­hvern veg­inn gekk allt eins og það átti að ganga – all­ir þekktu sitt hlut­verk. Maður er bara þakk­lát­ur fyr­ir lífið og þakk­lát­ur skips­fé­lög­un­um mín­um. Ég þakka öllu þessu fólki sem kom að þessu. Strák­un­um á Vík­ingi, á Høga­berg, Gæsl­unni og fjöl­skyld­unni minni sem hef­ur verið mik­ill stuðning­ur,“ seg­ir Al­bert Páll.

Spurður hvort lík­ur séu á að hann snúi aft­ur á sjó má merkja áber­andi hik. „Ég sé mig ekki fara á sjó­inn aft­ur eins og staðan er núna. Fjöl­skyld­an mín gæti ör­ugg­lega ekki séð það fyr­ir sér held­ur,“ svar­ar hann að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: