„Mikið sjálfstraust getur verið merki um fáfræði“

Mikilvægt er að gæta fyllsta öryggis í krefjandi starfi á …
Mikilvægt er að gæta fyllsta öryggis í krefjandi starfi á sjó. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Í fjórða vegg­spjaldi Sam­göngu­stofu sem gefið er út und­ir merkj­um 12 hnúta er fjallað um þá hættu sem get­ur stafað af of­mati á eig­in hæfni.

„Sjó­menn hafa náð ótrú­leg­um ár­angri í fækk­un slysa á und­an­förn­um árum og ára­tug­um. Það er vegna ár­vekni þeirra, mennt­un­ar og hæfni til að starfa við oft hættu­leg­ar og erfiðar aðstæður. Aðstæður þar sem minnstu mann­legu mis­tök eða yf­ir­sjón geta valdið slysi,“ skrif­ar Sam­göngu­stofa um vegg­spjaldið á Face­book-síðu sinni.

Gef­in eru út vegg­spjöld í hverj­um mánuði þessa árs í sam­starfi við fjölda hagaðila til að vekja at­hygli á mik­il­væg­um ör­yggis­atriðum er varða sjófar­end­ur. Fyrsta spjaldið varpaði at­hygli á þeirri áhættu sem fylg­ir áhuga­leysi fyr­ir ör­yggi, en annað spjaldið fjallaði um kæru- og aga­leysi. Það þriðja minnti á mik­il­vægi fræðslu og þjálf­un.

Fjórða forvarnarspjald Samgöngustofu. Nýtt kemur út í hverjum mánuði og …
Fjórða for­varn­ar­spjald Sam­göngu­stofu. Nýtt kem­ur út í hverj­um mánuði og er til­gang­ur­inn að auka ör­yggi sjófar­enda. Mynd/​Sam­göngu­stofa

Leita nýrra og betri hug­mynda

„Sjálfs­ör­yggi og stefnu­festa er vissu­lega góð en hún verður að grund­vall­ast af opn­un huga og hæfn­inni til að upp­færa og bæta við vitn­eskj­una sem fyr­ir er. Að maður sé ætíð til­bú­inn að leita nýrra og betri hug­mynda og hlusta eft­ir þeim,“ seg­ir á vef Sam­göngu­stofu um fjórða spjald 12 hnúta-verk­efn­is­ins.

„Maður er ekki met­inn af því sem maður þyk­ist geta held­ur því sem maður get­ur. Of mikið sjálfs­traust get­ur verið merki um fá­fræði og mik­il­væg­ast af öllu er að fylgja sigl­ing­a­regl­um og leiðbein­ing­um fram­leiðanda til­tek­inna tækja og áhalda. Gott er að deila hug­mynd­um og skoðunum með öðrum í áhöfn­inni og kom­ast þannig að sam­eig­in­legri niður­stöðu um bestu leiðina til að leysa mál­in,“ seg­ir að lok­um.

mbl.is