Íslenskur áhrifavaldur handtekinn á Spáni

Íslenskur áhrifavaldur hefur verið handtekinn á Spáni.
Íslenskur áhrifavaldur hefur verið handtekinn á Spáni. Ljósmynd/Unsplash

Íslensk­ur rík­is­borg­ari hef­ur verið hand­tek­inn á Spáni og er nú í haldi lög­regl­unn­ar þar í landi.  Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Smart­lands er maður­inn þekkt­ur áhrifa­vald­ur á Íslandi og er á þrítugs­aldri. Borg­araþjón­usta ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins staðfest­ir í sam­tali við Smart­land að ís­lensk­ur rík­is­borg­ari hafi verið hand­tek­inn á Spáni í mars. 

„Ég get staðfest að í síðasta mánuði var leitað til borg­araþjón­ustu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins í tengsl­um við hand­töku á ís­lensk­um rík­is­borg­ara á Spáni,“ seg­ir Sveinn H. Guðmars­son, fjöl­miðlafull­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. 

Unn­usta manns­ins vildi ekki tjá sig um málið þegar Smart­land leitaði viðbragða.

mbl.is