Samherji opnar dyrnar á Dalvík

Almenningi er boðið að skoða frystihús Samherja á Dalvík. Þar …
Almenningi er boðið að skoða frystihús Samherja á Dalvík. Þar er ein tæknivæddasta landvinnsla á heimsvísu. mbl.is/Gunnlaugur

Sam­herji hef­ur ákveðið í til­efni sum­ar­dags­ins fyrsta að opna frysti­hús sitt á Dal­vík fyr­ir al­menn­ingi á morg­un. Kostnaður­inn við 9.000 fer­metra frysti­húsið nam rúma sex millj­arða króna og var kostnaður­inn við tækja­búnaðinn um helm­ing­ur þess­ar­ar upp­hæðar, en fram­leiðslan er að miklu leiti sjálf­virkni­vædd og telst meðal tækni­vædd­ustu vinnslu­lína í heimi.

Síðast fékk al­menn­ing­ur að skoða frysti­húsið fiski­dag­inn mikla 2019 en þá var það óklárað. Hús­næðið var tekið í notk­un 13. ág­úst 2020 og hafði verið fjög­ur ár í smíðum, en ekki var hægt að sýna húsið vegna fjölda­tak­mark­anna sem fylgdu covid-19 far­aldr­in­um. Breyt­ing hef­ur sem bet­ur fer orðið í þeim efn­um og verður opið hús milli níu að morgni til eitt síðdeg­is á morg­un.

Eitt af því merki­lega sem hægt er að sjá í frysti­hús­inu er ró­bót­inn Villi Hlaup, nefnd­ur í höfuðið á starfs­manni Sam­herja um ára­bil sem hafði sér­stak­an áhuga á frjáls­um íþrótt­um. Þá má einnig sjá full­komn­ar vinnslu­lín­ur og gjör­breytta vinnuaðstöðu starfs­manna.

Nýja frysti­húsið er ekki það eina sem al­menn­ing­ur fékk að skoða en 9. apríl var opnað fyr­ir al­menn­ing að stíga um borð í nýtt upp­sjáv­ar­skip Sam­herja, Vil­helm Þor­steins­son EA-11, og mættu um þúsund manns.

Það er upplifun að sjá Villa Hlaup með eigin augum.
Það er upp­lif­un að sjá Villa Hlaup með eig­in aug­um. mbl.is/​Gunn­laug­ur

„Sjá barn fæðast“

„Þetta er eins og að sjá barn fæðast og byrja að ganga,“ sagði Gest­ur Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri land­vinnslu Sam­herja, og hló þegar Morg­un­blaðið ræddi við hann um gang­setn­ingu vinnsl­unn­ar 2020. Spurður hvort þetta hafi verið erfið meðganga svaraði hann að hún hafi ekki endi­lega verið erfið en löng. „Þetta var ákveðinn létt­ir þegar maður sá þetta fara í gang og þetta sner­ist. Maður fékk að sjá hug­mynd­ir sem voru á blaði verða að raun­veru­leika. Maður var al­veg svo­lítið stressaður.“

Hann sagði einnig stór­an hlut í hönn­un húss­ins vera að bæta vinnu­um­hverfi starfs­manna. „Það var verið að fara úr 70 ára gömlu húsi á fleiri hæðum og ákveðið að leggja mikið upp úr því að gera aðbúnað starfs­fólks­ins eins og best verður á kosið. Betri en þekk­ist víðast hvar ann­ars staðar í mat­væla­vinnslu í heim­in­um.“

Fundn­ar voru ýms­ar frum­leg­ar lausn­ir til að bæta af­köst, ná­kvæmni og hag­kvæmni. Mik­ill sveigj­an­leiki er í vinnslu­lín­un­um sem geta fram­leitt gríðarlegt magn eft­ir ná­kvæm­um pönt­un­um.

Þá stóð til að nota sjó til að taka við um­fram varma sem skap­ast í frysti­hús­inu, en í bygg­ing­ar­ferl­inu var fund­in leið til að nýta bæj­ar­læk­inn. Gríðarleg end­ur­nýt­ing­ar­krafa er sett á varma frá frysti­kerf­inu og hann er nýtt­ur til upp­hit­un­ar á öll­um öðrum rým­um húss­ins, en það er alltaf ákveðið hlut­fall sem þarf að kasta út.

Eldra húsið til sölu

Gamla frysti­hús Sam­herja við Hafn­ar­braut á Dal­vík var sett á sölu í vet­ur en ekki er ásett verð. Um er að ræða 5.266 fer­metra hús­næði á 10.139 fer­metra lóð og nem­ur fast­eigna­matið rúm­lega 475 millj­ón­um króna og bruna­bóta­matið um 1.600 millj­ón­um.

Hús­næðið á sér langa sögu og er skráð bygg­ing­ar­ár kara­geymsl­unn­ar 1948 og frytsi­húss­ins 1949. Vél­ar­sal­ur­inn var byggður 1971 og skrif­stof­urn­ar 1972, en pökk­un­ar­stöðin er yngstu hlut­inn og var reist­ur 1999.

mbl.is