Segja Kristján Einar hafa verið handtekinn fyrir slagsmál

Kristján Einar Sigurbjörnsson er í haldi lögreglunnar.
Kristján Einar Sigurbjörnsson er í haldi lögreglunnar. Skjáskot/Instagram

Á­hrif­a­vald­ur­inn Kristj­án Ein­ar Sig­ur­björns­son var handtekinn á Spáni um miðjan mars og situr nú í gæsluvarðhaldi þar í landi. Fréttablaðið greinir frá því að hann hafi verið handtekinn fyrir slagsmál fyrir utan skemmtistað. Atvikið hafi átt sér stað klukkan fimm um nótt. 

Þar kemur fram að enginn hafi slasast alvarlega en fjölskylda Kristjáns Einars er stödd á Spáni og er að reyna að liðka til. Fjölskyldan leitaði til utanríkisráðuneytisins vegna málsins og í samtali við mbl.is staðfesti upplýsingafulltrúi þess, Sveinn H. Guðmarsson, að Íslendingur væri í haldi. 

Ekki er vitað hvenær Kristján Einar losnar úr haldi en á Spáni er hægt að halda fólki í gæsluvarðhaldi í tvö ár.

mbl.is