Segja Kristján Einar hafa verið handtekinn fyrir slagsmál

Kristján Einar Sigurbjörnsson er í haldi lögreglunnar.
Kristján Einar Sigurbjörnsson er í haldi lögreglunnar. Skjáskot/Instagram

Á­hrif­a­vald­ur­inn Kristj­án Ein­ar Sig­ur­björns­son var hand­tek­inn á Spáni um miðjan mars og sit­ur nú í gæslu­v­arðhaldi þar í landi. Frétta­blaðið grein­ir frá því að hann hafi verið hand­tek­inn fyr­ir slags­mál fyr­ir utan skemmti­stað. At­vikið hafi átt sér stað klukk­an fimm um nótt. 

Þar kem­ur fram að eng­inn hafi slasast al­var­lega en fjöl­skylda Kristjáns Ein­ars er stödd á Spáni og er að reyna að liðka til. Fjöl­skyld­an leitaði til ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins vegna máls­ins og í sam­tali við mbl.is staðfesti upp­lýs­inga­full­trúi þess, Sveinn H. Guðmars­son, að Íslend­ing­ur væri í haldi. 

Ekki er vitað hvenær Kristján Ein­ar losn­ar úr haldi en á Spáni er hægt að halda fólki í gæslu­v­arðhaldi í tvö ár.

mbl.is