Mikil óvissa tengd grásleppuveiðum

Grásleppu landað á Húsavík 12. apríl. Mikið brottkast hefur fylgt …
Grásleppu landað á Húsavík 12. apríl. Mikið brottkast hefur fylgt veiðunum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Mat­vælaráðuneytið kveðst í svari við fyr­ir­spurn blaðamanns ekki geta sagt til um hvort það met­ur grá­sleppu­veiðar þjóðhags­lega hag­kvæm­ar þar sem ekki hef­ur verið „unn­in hagræn út­tekt á ein­stök­um þátt­um“ fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins.

Svo vitað sé hafa all­ir bát­ar sem Fiski­stofa hef­ur flogið yfir með eft­ir­lits­dróna verið staðnir að brott­kasti og hef­ur verið rætt um 30-90% alls þorskafla sem fæst í grá­sleppu­net­in, jafn­vel stór­an hrygn­ing­arþorsk. Hef­ur því verið velt upp hvert raun­veru­legt um­fang brott­kasts á grá­sleppu­veiðum kann að vera í ljósi þessa og hvort um­fang þess kunni að vera óeðli­legt í ljósi verðmæti fisks­ins sem hent er og verðmæti grá­sleppu­hrogna.

Útflutn­ing­ur grá­sleppu­af­urða hef­ur verið sveiflu­kennd­ur á und­an­förn­um ára­tug og hafa út­flutn­ings­verðmæti afurðanna sveifl­ast á bil­inu 1,6 til 2,9 millj­arða króna á ár­un­um 2012 til 2020. Í fyrra nam út­flutn­ings­verðmæti afurðanna 1,9 millj­örðum króna.

Spurn­ing um hag­kvæmni

Þorsk­ur sem end­ar í grá­sleppu­net­um er hins veg­ar ekki lík­leg­ur til að ná háu verði og eru fjöl­mörg dæmi um að þriggja til fimm daga gam­all óslægður þorsk­ur hafi verið seld­ur á fisk­mörkuðum fyr­ir inn­an við 10% af meðal­verði óslægðs þorsks. Það er því ekki mik­ill fjár­hags­leg­ur hvati til að koma með fisk­inn að landi og get­ur það út­skýrt hvers vegna bát­ar með þó nokkr­ar veiðiheim­ild­ir í þorski hafa verið staðnir að brott­kasti á grá­sleppu­veiðum.

Ekki er vitað hvort meiri verðmæti myndu skap­ast ef þorsk­ur­inn sem fæst í grá­sleppu­net­in, hvort sem hon­um er landað eða hent, myndi skapa meiri út­flutn­ings­tekj­ur fyr­ir þjóðarbúið ef hann yrði veidd­ur ekki sem meðafli grá­sleppu­veiða.

„Það er hverr­ar út­gerðar að fara að lög­um og haga sókn sinni í takti við þess­ar áskor­an­ir, það gild­ir einnig um grá­sleppu­veiðar þó að sókn í þá teg­und sé ekki stýrt með afla­marki,“ svar­ar mat­vælaráðuneytið fyr­ir­spurn um nú­ver­andi til­hög­un grá­sleppu­veiða í ljósi fjölda brott­kast­mála á vertíðinni.

Enn hætta á inn­flutn­ings­banni

Tölu­verðar áhyggj­ur hafa verið uppi vegna fjölda sjáv­ar­spen­dýra sem tal­in eru vera meðafli grá­sleppu­veiða, en lög í Banda­ríkj­un­um til vernd­ar sjáv­ar­spen­dýr­um gera ráð fyr­ir að sett verði – að öllu óbreyttu – bann við inn­flutn­ingi á sjáv­ar­af­urðum frá Íslandi frá og með 1. janú­ar 2023.

Deilt er um um­fang þessa meðafla og hef­ur Lands­sam­band smá­báta­eig­enda sagt grá­sleppu­sjó­menn rang­lega sakaða um dauða 1.400 sela, en Haf­rann­sókna­stofn­un seg­ir óvissu í mat­inu vegna 300% frá­viks í skrán­ingu fugla og sjáv­ar­spen­dýra sem meðafla eft­ir því hvort eft­ir­litsmaður sé um borð.

„Það hef­ur lítið gerst hvað varðar mögu­legt inn­flutn­ings­bann til Banda­ríkj­anna. Yf­ir­völd þar í landi eru að fara yfir inn­send­ar upp­lýs­ing­ar frá öll­um þjóðum sem flytja inn sjáv­ar­af­urðir til lands­ins, þ.m.t. þær sem komu frá Íslandi. Eng­ar áætlan­ir hafa verið birt­ar um hvenær því verður lokið og þangað til er staðan óbreytt.“

„Hvað grá­sleppu­veiðina varðar var 14 svæðum lokað fyr­ir vertíðina 2020 og eru þær lok­an­ir enn í gildi. Þess­ar lok­an­ir eru frek­ar nýtil­komn­ar og ekki hef­ur verið hægt að meta ár­ang­ur af þeim þar sem eft­ir­lits­menn Fiski­stofu fóru lítið í róðra 2020 og 2021 sök­um Covid-far­ald­urs­ins. Ekki er því ger­legt að svo komnu máli að taka af­stöðu til hvort [til] banns þurfi að koma eða ekki,“ seg­ir í svari mat­vælaráðuneyt­is­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: