Tæp tvö þúsund skoðuðu frystihús Samherja

Gestagangur var í frystihúsi Samherja á Dalvík sumardaginn fyrsta. Tæplega …
Gestagangur var í frystihúsi Samherja á Dalvík sumardaginn fyrsta. Tæplega tvö þúsund litu við. Ljósmynd/Samherji/Axel Þórhallsson

Hátt í tvö þúsund gest­ir heim­sóttu frysti­hús Sam­herja á Dal­vík sum­ar­dag­inn fyrsta, en það mun vera í fyrsta sinn sem al­menn­ing­ur fékk að skoða húsið frá því það var tekið í notk­un 2020. Til stóð að halda opið hús fyr­ir tveim­ur árum en vegna far­ald­urs­ins var frysti­húsið um tíma lokað öðrum en starfs­fólki.

Vinnsl­an var í full­um gangi þegar gest­ir báru að garði og gafst því tæki­færi til að fylgj­ast með þegar hrá­efni verður afurð í einni tækni­vædd­ustu vinnsl­um á heimsvísu.

 „Við runn­um nokkuð blint í sjó­inn varðandi fjölda gesta. Áhug­inn kom mér ánægju­lega á óvart og einnig hversu þægi­legt var að taka á móti svo mikl­um fjölda. Spurn­ing­ar fólks voru eðli­lega af ýms­um toga, skemmti­leg­ast fannst mér þó að hitta fyrr­um sam­starfs­fólk og rifja upp góðu dag­ana í eldra hús­inu,“ seg­ir Sig­urður Jörgen Óskars­son, vinnslu­stjóri Sam­herja, í færslu á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

„Straum­ur­inn var nokkuð jafn og stöðugur all­an tím­ann sem opið var, þannig að þetta gekk allt sam­an vel fyr­ir sig, enda húsið stórt og vítt til veggja. Þetta var frá­bær byrj­un á von­andi góðu sumri,“ seg­ir hann.

Létt var yfir mannskapnum.
Létt var yfir mann­skapn­um. Ljós­mynd/​Sam­herji/​Axel Þór­halls­son

„Það er um margt nokkuð flókið að sýna mat­væla­vinnslu þegar fram­leiðsla er í gangi. Hérna á Dal­vík starfar dug­mikið fólk sem sýndi al­menn­ingi með stolti sinn vinnustað og ég er þakk­lát­ur öll­um sem gerðu þenn­an dag að veru­leika. Ég er nokkuð viss um að gest­ir urðu margs vís­ari um ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg og hversu framar­lega við Íslend­ing­ar stönd­um,“ er haft eft­ir Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja, í færsl­unni.

„Húsið hef­ur vakið tals­verða at­hygli bæði inn­an­lands og er­lend­is. Marg­ir eru að koma sér­staka ferð til Íslands til þess að skoða tækn­ina og aðbúnaðinn og þannig verður það sjálfsagt næstu mánuðina,“ seg­ir hann.

Starfsemin var í fullum gangi á meðan gestur fylgdust með.
Starf­sem­in var í full­um gangi á meðan gest­ur fylgd­ust með. Ljós­mynd/​Sam­herji/​Axel Þór­halls­son
Sigurður Jörgen Óskarsson ræðir við áhugasama gesti hússins.
Sig­urður Jörgen Óskars­son ræðir við áhuga­sama gesti húss­ins. Ljós­mynd/​Sam­herji/​Axel Þór­halls­son
Það fóru nokkur pör af skóhlífum.
Það fóru nokk­ur pör af skó­hlíf­um. Ljós­mynd/​Sam­herji/​Axel Þór­halls­son
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, virtist ánægður að geta sýnt …
Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, virt­ist ánægður að geta sýnt vinnsl­una. Ljós­mynd/​Sam­herji/​Axel Þór­halls­son
Ljós­mynd/​Sam­herji/​Axel Þór­halls­son
Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs, ræðir við gesti.
Kristján Vil­helms­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðarsviðs, ræðir við gesti. Ljós­mynd/​Sam­herji/​Axel Þór­halls­son
Ljós­mynd/​Sam­herji/​Axel Þór­halls­son








mbl.is