Leikkonan, flugfreyjan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir og kokkurinn Haukur Már Hauksson eru hætt saman. Fréttablaðið greinir frá þessu og segir parið hafa skilið í góðu.
Kristín og Haukur opinberuðu samband sitt í nóvember á síðasta ári. Kristín er leikkona og hefur verið áberandi á Instagram en þar er hún með 22 þúsund fylgjendur. Fyrr á þessu ári stýrði hún þáttunum Make Up á Sjónvarpi Símans en nýverið hóf hún störf sem flugfreyja hjá Icelandair.
Haukur er kokkur á veitingastaðnum Yuzu sem hann rekur ásamt Jóni Davíð Davíðssyni og Sindra Jenssyni.
Smartland óskar þeim báðum góðs gengis á þessum tímamótum.