Stefnir í mikla þátttöku í strandveiðum í sumar

Talið er að mikil aðsókn verði í strandveiðar í sumar …
Talið er að mikil aðsókn verði í strandveiðar í sumar í ljósi þess að aflamark hefur verið skert og verð á mörkuðum hagstæð. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

Opnað verður fyr­ir um­sókn­ir um þátt­töku í strand­veiðum í þess­ari viku. Í til­kynn­ingu sem birt var á vef Fiski­stofu fyr­ir helgi eru út­gerðir sem eiga skip sem fengu út­hlutað afla­marki á fisk­veiðiár­inu hvatt­ar til að huga að því hvort veiðiskylda hafi verið upp­fyllt, en til að taka þátt þarf út­gerð að hafa veitt að minnsta kosti 50% af út­hlutuðum afla­heim­ild­um.

„Strand­veiðiafli tel­ur ekki upp í veiðiskyldu og óheim­ilt er að stunda veiðar sam­kvæmt öðrum leyf­um á meðan strand­veiðileyfi er í gildi. Það er því mjög mik­il­vægt að út­gerðaraðilar sé meðvitaðir um stöðu veiðiskyld­unn­ar áður en haldið er til strand­veiða,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heilt yfir hef­ur ís­lenski fiski­skipa­flot­inn veitt 72,8% af út­hlutuðu afla­marki í þorski og eru aðeins rúm­lega 49 þúsund tonn sem eft­ir eru en fisk­veiðiár­inu lýk­ur 31. ág­úst. Fjöldi út­gerða er því langt kom­inn með heim­ild­ir sín­ar og má nefna að á Sauðár­króki hef­ur rúm­lega 91% af út­hlutuðum heim­ild­um í þorski verið landað, 87,5% á Rifi, 84% í Ólafs­vík, um 80% í Grinda­vík, tæp 73% í Hornafirði og 71,5% á Dal­vík.

Þessa stöðu má rekja til um 13% lækk­un í ráðgjöf Haf­rann­sókna- stofn­un­ar milli fisk­veiðiára.

Aðilar í smá­báta­út­gerð sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við hafa spáð því að tölu­verð ásókn verði í strand­veiðarn­ar í ár þar sem horft er fram á hátt verð og ekki síst er verið að leita leiða til að bæta upp skerðing­ar í krókafla­mark­inu í sam­ræmi við ráðgjöf­ina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: