Bjarni mætir fyrir fjárlaganefnd á föstudag

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra verður gestur fundarins.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra verður gestur fundarins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundur fjárlaganefndar Alþingis verður opinn á föstudag og verður fundarefnið það sama og á opnum fundi nefndarinnar í dag: Salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fundurinn hefst 8:30 og verður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gestur fundarins. 

mbl.is mun sýna beint frá fundinum. 

Salan hefur verið harðlega gagnrýnd, sérstaklega af stjórnarandstöðunni. Ríkisstjórnin ákvað svo í síðustu viku að leggja Bankasýslu ríkisins niður vegna hennar.

mbl.is