„Þetta er hörku vinna en líka skemmtileg“

Fjöldi fólks hefur sótt bás Samherja á sýningunni í Barselóna.
Fjöldi fólks hefur sótt bás Samherja á sýningunni í Barselóna. Ljósmynd/Samherji

Alþjóðlega sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­in Sea­food Expo Global hófst í gær og fer fram í ráðstefnu­hölll­inni Gran Via í Bar­sel­óna á Spáni. Um er að ræða stærstu sýn­ingu í þess­ari grein á heimsvísu. Um langt skeið var hún hald­in í Brus­sel í Belg­íu.

Í til­efni sýn­ing­ar­inn­ar eru fjöldi ís­lenskra fyr­ir­tækja með sýn­ing­ar­bása­bæði á eig­in veg­um og í tengsl­um við ís­lenska skál­an. Gúst­af Bald­vins­son, fram­kvæmda­stjóri Ice Fresh og Sea­gold (sölu­fé­laga Sam­herja), seg­ir í færslu á vef Sam­herja að á sýn­ing­unni gefst tæki­færi til að ræða við nú­ver­andi viðskipta­vini og sömu­leiðis stofna til nýrra viðskipta­sam­banda.

„Þetta mjög stór sýn­ing og hérna eru öll helstu fyr­ir­tæk­in, hvort sem um er að ræða veiðar, vinnslu eða sölu. Kannski má líkja sýn­ing­unni við árs­hátíð alþjóðlegs sjáv­ar­út­vegs, þar sem all­ir mæta. Hall­irn­ar sem hýsa bás­ana eru nokkr­ar og í raun og veru er ekki hægt að kom­ast yfir að skoða alla sýn­ing­una, þótt vilj­inn væri fyr­ir hendi,“ seg­ir Gúst­af.

Gústaf Baldvinsson og Steinn Símonarson á bás Samherja.
Gúst­af Bald­vins­son og Steinn Sím­on­ar­son á bás Sam­herja. Ljós­mynd/​Sam­herji

„Bás­inn okk­ar er af stærri gerðinni, er vel út­bú­inn á all­an hátt og auðvitað er ís­lensk­ur fisk­ur á boðstól­um, sem kom fersk­ur hingað í gær. Það tek­ur lang­an tíma að und­ir­búa slíka sýn­ingu og er að mörgu að huga. Bás­inn er á tveim­ur hæðum, þannig að við get­um tekið vel á móti gest­um og í næði farið yfir ýmis mál með okk­ar viðskipta­vin­um. Við höf­um lært það af reynsl­unni að góður og hnit­miðaður und­ir­bún­ing­ur skil­ar sér í flest­um til­vik­um.“

Þá seg­ir Gúst­af mark­miðið ekki endi­lega að landa samn­ing­um. „Held­ur er verið að treysta viðskipta­sam­bönd og sömu­leiðis stofna til nýrra. Starfs­fólk okk­ar er með bókaða fundi frá morgni til kvölds, þetta er hörku vinna en líka skemmti­leg og gef­andi. Ég tala nú ekki um þegar loks­ins er hægt á nýj­an leik að halda slíka sýn­ingu að lokn­um heims­far­aldri.“

Einar kokkur á RUB 23 sér um að allir fái …
Ein­ar kokk­ur á RUB 23 sér um að all­ir fái ís­lenska sjáv­ar­rétti. Ljós­mynd/​Sam­herji
Ljós­mynd/​Sam­herji
Ljós­mynd/​Sam­herji
Ljós­mynd/​Sam­herji




mbl.is