„Gæði íslensks sjávarfangs eru rómuð um allan heim“

„Það gæti styrkt eldisiðnaðinn að gæta að fjölbreytni í tegundaúrvali …
„Það gæti styrkt eldisiðnaðinn að gæta að fjölbreytni í tegundaúrvali og eiga ekki allt undir einni megin- fisktegund,“ segir Alexandra Leeper mbl.is/Arnþór Birkisson

Vöxt­ur í lax­eldi kall­ar á að finna fleiri leiðir til að skapa verðmæti úr hliðar­af­urðum. Grein­in ætti að skoða leiðir til að nýta t.d. jarðhit­ann til að rækta fjöl­breytt­ar fisk­teg­und­ir

Í janú­ar var dr. Al­ex­andra Leeper ráðin til starfa hjá Íslenska sjáv­ar­klas­an­um en þar verður hún yf­ir­maður ran­sókna og ný­sköp­un­ar. Al­ex­andra hef­ur búið á Íslandi um nokk­urra ára skeið en hún smitaðist ung af mikl­um áhuga á líf­ríki sjáv­ar.

„Ég hóf að stunda köf­un tólf ára göm­ul og það var í gegn­um köf­un­ina að ég varð hug­fang­in af öllu sem hef­ur með hafið að gera. Þegar kom að há­skóla­námi skráði ég mig svo í sjáv­ar­líf­fræði og haffræði við Há­skól­ann í Plymouth,“ seg­ir Al­ex­andra sem sem á löng­um og fjöl­breytt­um ferli hef­ur m.a. starfað sem köf­un­ar­kenn­ari lengst aust­ur í Singa­púr.

Með fyrsta há­skóla­prófið í höfn færði Al­ex­andra sig yfir til Sout­hhampt­on­há­skóla þar sem hún lauk M.Sc.-gráðu í um­hverf­is- og auðlinda­fræðum sjáv­ar, en um var að ræða Era­smus Mund­us-meist­ara­nám sem skipt­ist á milli há­skól­ans í Sout­hhampt­on, Há­skól­ans í Bil­bao og Há­skól­ans í Liè­ge.

Í meist­ara­nám­inu komst Al­ex­andra í kynni við Matís og fékk hún þar inni sem starfsnemi á sviði fisk­eld­is­mála árið 2017. Í fram­hald­inu bauðst Al­exöndru að hefja þar doktors­rann­sókn sem fjallaði um lax­eldi.

Verður Al­ex­andra rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­stjóri Sjáv­ar­klas­ans í hálfu starfi, en hinn helm­ing vinnu­vik­un­ar er hún hjá Fisk­tækni­skól­an­um þar sem hún starfar sem verk­efna­stjóri.

Alexandra segir mikil tækifæri felast í fiskeldinu.
Al­ex­andra seg­ir mik­il tæki­færi fel­ast í fisk­eld­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Mögu­leik­ar jarðhit­ans

Að sögn Al­exöndru eru skyld­ur rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­stjóra margþætt­ar: „Sprota­fyr­ir­tæk­in sem starfa inn­an veggja Sjáv­ar­klas­ans þurfa mörg á öfl­ug­um vís­inda­leg­um stuðningi að halda, og það er hluti af starf­semi þeirra og sjáv­ar­klas­ans að t.d. sækja styrki í hina ýmsu rann­sókn­ar- og þró­un­ar­sjóði. Þá lít ég ekki síður á það sem hlut­verk mitt að hvetja sem flesta inn­an bláa hag­kerf­is­ins til að leggja sitt af mörk­um við að ná því mark­miðið að nýta 100% alls sjáv­ar­fangs, og láta ekk­ert fara til spill­is.“

Al­ex­andra hef­ur víða farið og þekk­ir vel til sjáv­ar­út­vegs og sjávar­r­ansnókna um all­an heim. Seg­ir hún að þegar litið er yfir sviðið blasi við að Ísland er ein­stak­lega vel í stakk sett til að vera í for­ystu­hlut­verki í haf­tengdri ný­sköp­un. „Það eru eng­ar ýkj­ur að gæði ís­lensks sjáv­ar­fangs eru rómuð um all­an heim, og Íslensk fyr­ir­tæki löngu búin að skipa sér í fremstu röð á sviði fisk­vinnslu­búnaðar. Þá hafa verið að taka á sig mynd ótal fyr­ir­tæki sem vinna dýr­mæta vöru úr hliðar­af­urðum sjáv­ar­út­vegs, og í gras­rót­inni má heyra fjöld­an all­an af virki­lega góðum hug­mynd­um sem þarf endi­lega að fylgja eft­ir,“ út­skýr­ir Al­ex­andra og bæt­ir við að landið búi jafn­framt að kröft­ug­um mannauði og rann­sókn­ar­sam­fé­lagi sem í ára­tugi hef­ur sér­hæft sig í líf­ríki sjáv­ar. „Þá eru aðstæður frá nátt­úr­unn­ar hendi mjög áhuga­verðar og það að ís­lensk fyr­ir­tæki hafi t.d. aðgang að jarðhita er eitt­hvað sem þarf að skoða nán­ar og reyna að nýta í aukn­um mæli í starf­semi eld­is­stöðva.“

Al­ex­andra er líka ánægð með hvernig hlúð er að grunnstoðunum í grein­inni. Huga þurfi að því að vekja áhuga unga fólks­ins á sjáv­ar­út­vegi og haf­tengdri ný­sköp­un, og byggja upp rétta þekk­ingu hjá nem­end­um sem vilja halda inn á þetta svið. Nefn­ir hún Fisk­tækni­skól­ann í þessu sam­bandi en þar er boðið upp á fjöl­breytt sjáv­ar­út­veg­stengt nám á fram­halds­skóla­stigi.

Árið 2020 kynntu Fisk­tækni­skól­inn og Sjáv­ar­klas­inn til sög­unn­ar nýja náms­leið, Sjáv­ar­aka­demí­una, þar sem nem­end­um gefst kost­ur á að kynn­ast frum­kvöðla­starf­semi tengdri afurðum hafs­ins. Þar læra nem­end­ur vöruþróun, fá frum­kvöðlaþjálf­un og er kennt hvernig á að stofna og reka fyr­ir­tæki en um er að ræða einn­ar ann­ar nám sem gef­ur 30 ein­ing­ar upp í stúd­ents­próf.

Alls kon­ar tæki­færi tengd fisk­eldi

Vill Al­ex­andra hvetja sér­stak­lega til að frum­kvöðlar leiti tæki­færa tengd þeim öra vexti sem orðið hef­ur í fisk­eldi á Íslandi. Ef marka má áætlan­ir fisk­eld­is­fyr­ir­tækja mun verða spreng­ing í bæði land- og sjó­eldi á kom­andi árum. „Allri þess­ari fram­leiðslu munu fylgja hliðar­af­urðir sem við þurf­um endi­lega að nýta með sem skyn­söm­ust­um hætti. Frum­kvöðlar ættu líka endi­lega að rækta fleiri fisk­teg­und­ir og sjá hvort að ekki megi ein­mit nýta jarðhit­ann í því sam­bandi,“ seg­ir hún og er skemmt – en er um leið for­vit­in – þegar blaðamaður seg­ir henni frá að á sín­um tíma var sú hug­mynd til skoðunar af fullri al­vöru norður á Húsa­vík að nota heita vatnið til að skapa heppi­leg­ar aðstæður fyr­ir krókó­díla­rækt­un.

„Það gæti styrkt eld­isiðnaðinn að gæta að fjöl­breytni í teg­unda­úr­vali og eiga ekki allt und­ir einni meg­in­fisk­teg­und,“ seg­ir Al­ex­andra og vís­ar m.a. til til­rauna norskra fisk­eld­is­stöðva til að rækta aðrar teg­und­ir en lax. „Af öllu stöðum í heim­in­um held ég að Ísland bjóði í dag upp á hvað mest spenn­andi mögu­leika í fisk­eldi á landi, en land­eldið hef­ur vita­skuld þá kosti að eng­in hætta er t.d. á að fisk­ur sleppi úr kví­um og út í líf­ríkið, auðveldra að halda sníkju­dýr­um, bakt­erí­um og veir­um í skefj­um, og hægt að fanga, hreinsa og nýta all­an þann líf­ræna úr­gang sem starf­sem­in skap­ar.“

Að blanda sam­an ólíkri rækt­un er líka eitt­hvað sem Al­ex­andra myndi vilja sjá meira af. „Er­lend­is hef­ur það komið vel út að flétta t.d. sam­an fisk­eldi í sjókví­um og þara­rækt­un og hjálp­ar þar­inn þá til við að end­ur­heimta þau nær­ing­ar­efni sem ber­ast frá fisk­eldisk­ví­un­um.“

Mætti bæta aðgengi út­lend­inga

Al­ex­andra seg­ir hafa tek­ist að skapa nokkuð vandaða um­gjörð utan um ný­sköp­un­ar­starf, rann­sókn­ir og styrki á Íslandi, en þó sé eins og gleymst hafi að taka til­lit til fólks sem ekki tal­ar ís­lensku að móður­máli. „Stjórn­völd og stofn­an­ir mættu endi­lega muna að út­lend­ing­ar leika æ stærra hlut­verk í bláa hag­kerf­inu og það get­ur verið mjög hár þrösk­uld­ur að yf­ir­stíga ef t.d. kynn­ing­ar­efni eða um­sókn­areyðublöð fást ekki á öðru máli en ís­lensku.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: