Skert viðbragðsgeta á Vestfjörðum

Kobbi Láka sökk 8. febrúar síðastliðinn. Erfiðlega hefur gengið að …
Kobbi Láka sökk 8. febrúar síðastliðinn. Erfiðlega hefur gengið að útvega nýjanvegna mikilla verðhækkana. Ljósmynd/Björgunarsveitin Ernir

Enn hef­ur ekki tek­ist að finna björg­un­ar­bát til að taka við verk­efn­um björg­un­ar­báts­ins Kobba Láka á Bol­ung­ar­vík, en bát­ur­inn sökk í ill­viðri 8. fe­brú­ar síðastliðinn er hann var bund­inn við bryggju. Viðbragðsgeta á Vest­fjörðum er því skert en um­ferð á sjó á svæðinu eykst ein­mitt á vor­in og nær há­marki á sumr­in.

Í kjöl­far tjóns­ins var sett mark­mið um að finna notaðan björg­un­ar­bát, en það var hæg­ara sagt en gert. „Notaði markaður­inn er mjög erfiður núna,“ út­skýr­ir Örn Smára­son, verk­efna­stjóri sjó­björg­un­ar hjá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg.

Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar.
Örn Smára­son, verk­efna­stjóri sjó­björg­un­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hann seg­ir hækk­un ál­verðs um 40% á skömm­um tíma hafi haft mik­il áhrif þar sem mikið af áli er nýtt í báta af þess­um stærðum. Vek­ur hann at­hygli á að í vet­ur hafi verið komið auga á notaðan bát í eigu norska björg­un­ar­fé­lags­ins Redn­ings­s­el­skapet, en að verðið hafi þá verið 950 þúsund norsk­ar krón­ur eða um 13,5 millj­ón­ir ís­lenskra króna. Þegar átti hins veg­ar að ganga til kaupa á bátn­um var verðið skyndi­lega orðið 1.750 þúsund norsk­ar krón­ur eða 24,7 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

Þá hafa verið skoðaðir notaðir finnsk­ir björg­un­ar­bát­ar en þeir eru jafn­vel dýr­ari en þeir norsku, seg­ir Örn. „Björg­un­ar­sveit­in Ern­ir hef­ur fengið Kobba Láka bætt­an, enda altjón. Það virðist samt ein­hver áhugi á skel­inni og von­andi slær sala á henni aðeins á þetta högg.“

Þurfa fjöl­breytt­ar bjarg­ir

Ekki er vitað hvenær hægt verður að tryggja nýj­an bát og hef­ur komið til skoðunar að tíma­bundið taka í notk­un eldri bát frá Vest­mana­n­eyj­um þegar nýr bát­ur fæst þangað.

Örn viður­kenn­ir að viðbragðsget­an verður skert þar til ein­hver lausn er fund­in í mál­inu. „Við erum að leita allra leiða. Því miður er það staðan og það er mik­il sjó­sókn og mik­ill fjöldi ferðamanna á svæðinu á sumr­in. Á þessu svæði eru 25 til 40 aðgerðir á sjó á hverju ári og þurfa að vera fjöl­breytt­ar bjarg­ir eins og Kobbi Láka sem var mjög hraðskreiður bát­ur.“

Bend­ir hann á út­kall á svæðinu á mánu­dag máli sínu til stuðnings, en þá var tölu­verður viðbúnaður hjá Land­helg­is­gæslu og björg­un­ar­sveit­um á norðan­verðum Vest­fjörðum vegna frí­stunda­veiðibáts með sex um borð sem ekki náðist sam­bandi við. Loks tókst að ná sam­bandi við bát­inn er hann var á sigl­ingu inn Önund­ar­fjörð. „Svona út­köll eru mjög al­geng á þessu svæði.“

Björg­un­ar­bát­ur­inn Kobbi Láka hafði, þegar hann sökk, verið í þjón­ustu Ern­is frá 2019 þegar bát­ur­inn var keypt­ur af björg­un­ar­sveit­inni Ársæli í Reykja­vík. Bát­ur­inn var smíðaður 1998 hjá Ho­len Mek­aniske Verksted í Nor­egi og yf­ir­far­inn 2005.

Lengd báts­ins var 9,65 metr­ar og breidd­in 3,6 metr­ar en djúprista er 0,65 metr­ar. Um borð voru tvær Yan­mar 338 kíló­vatta vél­ar með jet-skrúfu­búnaði, drægni um 120 sjó­míl­ur. Þá var Kobbi Láka út­bú­inn sjó- og bruna­dæl­um sem dæla 400 lítr­um á mín­útu, drátt­ar­tógi og öfl­ug­um sigl­inga­tækj­um.

Kobbi Láka þótti henta vel þar sem hann var hraðskreiður.
Kobbi Láka þótti henta vel þar sem hann var hraðskreiður. Ljós­mynd/​Björg­un­ar­sveit­in Ern­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: