Styttist í 10 þúsund tonnin á Seyðisfirði

Kolmunna landað á Seyðisfirði. Þar styttist í 10 þúsund tonnin.
Kolmunna landað á Seyðisfirði. Þar styttist í 10 þúsund tonnin. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Ómar Bogason

Búið er að taka við um 9.300 tonn­um af kol­munna til vinnslu í fiski­mjöl­verk­smiðju Síld­ar­vinnsl­un­ar á Seyðis­firði, það sem af er vertíð. Lokið var við að landa 3.100 úr Beit­ir NK þar í dag og er skipið nú á leið á kol­munnamiðin við Fær­eyj­ar á ný. Þá er Bjarni Ólafs­son AK á leið til Seyðis­fjarðar með um 1.800 tonn.

Eggert Ólaf­ur Ein­ars­son, verk­smiðjustrjóri á Seyðis­firði, seg­ir í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar vinnsl­una hafa gengið vel þrátt fyr­ir að bil­un hafi komið upp í mjölskil­vind­um. „Við erum að kom­ast á beinu braut­ina á ný eft­ir bil­un­ina,“ seg­ir Eggert.

Alls hef­ur verið landað um 11.000 tonn­um í Nes­kaupstað en þar er unnið að því að bæta við 3.000 tonn­um úr Berki NK. „Veiðin er góð og skip­in eru að koma með gott hrá­efni að landi. Vinnsl­an hjá okk­ur hef­ur gengið afar vel og afurðirn­ar eru fyrsta flokks,“ seg­ir Hafþór Ei­ríks­son, verk­smiðju­stjóri í Nes­kaupstað, í færsl­unni.

mbl.is