Arnarlax snéri tapi í hagnað

Framleiðsla á laxi jókst töluvert og rekstrartekjur í samræmi við …
Framleiðsla á laxi jókst töluvert og rekstrartekjur í samræmi við það. Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax, skilaði milljarði í hagnað á síðasta ári. Ljósmynd/Icelandic Salmon

Rekstr­ar­hagnaður Icelandic Salmon AS, móður­fé­lag lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax á Vest­fjörðum, nam 7,3 millj­ón­um evra í fyrra, eða rúm­um millj­arði króna, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu. Um er að ræða rekstr­ar­hagnað upp á 0,63 evr­ur á hvert fram­leitt kíló af fiski.

Í til­kynnign­unni seg­ir að um veru­leg­an viðsnún­ing sé að ræða þar sem 4,6 millj­óna evra tap hafi verið árið á und­an. Alls námu rekstr­ar­tekj­ur Icelandic Salmon og dótt­ur­fé­laga þess 90,8 millj­ón­um evra á ár­inu 2021, sem jafn­gild­ir 12,7 millj­örðum króna. Tekj­ur sam­stæðunn­ar árið á und­an námu 61,8 millj­ón­um evra.

Vak­in er at­hygli á því að markaðaðstæður fyr­ir laxaf­urðir hafi verið mjög já­kvæðar, en markaðir hafa verið fyr­ir tölu­verðum trufl­un­um vegna Covid-19 far­ald­urs­ins. „Heild­ar­upp­skera Icelandic Salmon nam 11.563 tonn­um sem er 2,6% meira en í fyrra en vegna hærra afurðaverðs á helstu mörkuðum þá jókst velta fyr­ir­tæk­is­ins sem fyrr seg­ir um tæp­lega 50% á milli ára. Stjórn­end­ur gera ráð fyr­ir áfram­hald­andi góðum ár­angri og að upp­skera yf­ir­stand­andi árs verði í kring­um 16.000 tonn,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Haft er eft­ir Björn Hembre, for­stjóra Icelandic Salmon, að  árið 2021 hafi verið það besta í sögu fyr­ir­tæk­is­ins auk þess sem grund­völl­ur frek­ari ár­ang­urs hafi verið efld­ur.

„Starfs­fólki fjölgaði með ráðning­um í ýmis ný hlut­verk bæði stjórn­enda og sér­fræðinga. Þá voru mun minni af­föll í fram­leiðslunni sem er mikið hrós fyr­ir starfs­fólk okk­ar og til marks um þær úr­bæt­ur sem gerðar hafa verið í rækt­un­ar­ferl­inu á síðustu árum. Einnig kynnt­um við nýtt vörumerki, Arn­ar­lax - Sustaina­ble Ice­land Salmon, sem var mik­il­væg­ur áfangi í að kynna áherslu okk­ar á sjálf­bærni og græna fram­leiðslu,“ seg­ir Björn.

Í sjálf­bærni­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins, sem birt var sam­hliða árs­reikn­ingi, kem­ur fram að mik­ill viðsnún­ing­ur hafi orðið í at­vinnu­lífi Bíldu­dals síðustu ár. Sveit­ar­fé­lagið var á árum áður hluti af verk­efn­inu Brot­hætt­ar byggðir á veg­um Byggðastofn­un­ar en hætti í því árið 2016 í kjöl­far upp­bygg­ing­ar­inn­ar í eldi og tengd­um grein­um.

Björn Hembre forstjóri Icelandic Salmon.
Björn Hembre for­stjóri Icelandic Salmon. mbl.is/​Hari
mbl.is