Ekki sér fyrir endann á fallbyssuleysi Freyju

Varðskipið Freyja er ekki með fallbyssu um borð. Ekki liggja …
Varðskipið Freyja er ekki með fallbyssu um borð. Ekki liggja fyrir neinar álætlanir um það hvenær slíku tæki verður komið fyrir. mbl.is/Árni Sæberg

Enn ligg­ur ekk­ert fyr­ir hvort eða hvenær komið verður fyr­ir fall­byssu á varðskip­inu Freyju sem kom til Íslands í nóv­em­ber, þrátt fyr­ir að bæði Land­helg­is­gæsl­an og dóms­málaráðuneytið telji varðskip þurfa slík­an búnað án þess þó að gefa það út með bein­um hætti.

„Eng­in stefnu­breyt­ing hef­ur orðið hjá Land­helg­is­gæslu Íslands varðandi fall­byss­ur á varðskip­um stofn­un­ar­inn­ar,“ seg­ir í svari Land­helg­is­gæsl­unn­ar við spurn­ingu Morg­un­blaðsins um hvort stofn­un­in telji þörf á slík­um búnaði.

Varðskip­in hafa alla jafna verið búin fall­byss­um, þar með talið varðskipið Týr sem Freyja leysti af hólmi. Þá var til umræðu hvort ætti að færa byss­una af Tý yfir á Freyju.

„Ástæða þess að fall­byssu hef­ur ekki verið komið fyr­ir á varðskip­inu Freyju er sú að slík aðgerð kost­ar all­nokk­urt fé auk breyt­inga á skip­inu. Þá þarf mannafla og tæki til að koma því í kring. Upp­setn­ing fall­byssu hef­ur ekki verið for­gangs­verk­efni frá því að Freyja kom til lands­ins í nóv­em­ber. Varðskipið Freyja er búið vopn­um þrátt fyr­ir að fall­byssu hafi ekki verið komið fyr­ir. Áhöfn skips­ins æfir meðferð skot­vopna reglu­lega,“ seg­ir í svar­inu.

Spurn­ing­um um fall­byssu­leysi Freyju var einnig beint til dóms­málaráðuneyt­is­ins. Ráðuneytið vísaði ein­göngu til svara Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Fallbyssan á Tý.
Fall­byss­an á Tý. Skjá­skot/​Land­helg­is­gæsl­an

„Bless­un­ar­lega laus við að vopn­ast“

Á grund­velli fyrri svara Land­helg­is­gæsl­unn­ar var fal­ist eft­ir þeim rök­stuðningi sem ligg­ur að baki þess að tal­in sé þörf á að varðskip­in séu búin fall­byssu. Þeirri spurn­ingu var svarað með al­mennu orðalagi um vopna­b­urð í tengsl­um við verk­efni stofn­un­ar­inn­ar. Land­helg­is­gæsl­an bend­ir á að starfs­menn henn­ar sem hafa lög­reglu­vald og starfa við lög­gæslu, þar með talið sigl­inga­vernd og sprengju­eyðingu, hafi sam­kvæmt lög­um heim­ild til að beita skot­vopn­um við störf sín.

„Um borð í varðskip­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa frá upp­hafi verið vopn og á fyrstu ára­tug­um stofn­un­ar­inn­ar kom oft til þess að varðskips­menn þurftu að vopn­ast vegna fisk­veiðideilna og eft­ir­lits um borð í er­lend­um fiski­skip­um í tengsl­um við þær. Í seinni heims­styrj­öld­inni og í fram­haldi af henni voru hundruð ef ekki þúsund tund­ur­dufla á reki á haf­inu um­hverf­is Ísland og var skot­vopn­um beitt við eyðingu þeirra.“

Þá seg­ir að verk­efni stofn­un­ar­inn­ar geti verið af ýsm­um toga og er vak­in at­hygli á að Týr og Ægir hafi ár­un­um 2010 til 2015 sinnt verk­efn­um í Miðjarðar­haf­inu á veg­um Frontex, landa­mæra- og strand­gæslu­stofn­un Evr­ópu. „Þar voru áhafn­ir skip­anna á slóðum þar sem nauðsyn­legt var að vera við því bún­ar að bera vopn.“

„Þó svo að Land­helg­is­gæsl­an hafi í seinni tíð bless­un­ar­lega verið laus við að vopn­ast vegna aðgerða sinna tel­ur stofn­un­in nauðsyn­legt að viðhalda kunn­áttu í vopna­b­urði,“ seg­ir að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina