Tískuhönnuðurinn Tom Ford gekk svo langt og líkti Met Gala-hátíðinni við grímuball í viðtali við tímaritið Time á dögunum. Met Gala-hátíðin hefur til fjölda ára verið haldin fyrsta mánudaginn í maímánuði samkvæmt hefðinni en þangað mæta helstu stjörnur heims í sínu í fínasta pússi.
„Það eina sem ég vildi óska að hefði ekki gerst fyrir hátíðina er að hún breyttist í grímuball,“ sagði Ford. „Þarna ætti flott fólk að mæta í fallegum fötum til að sýna líkt og á 18. öld,“ sagði hann og rak þar með langa sögu Met Gala-tískuhátíðarinnar.
Í kjölfar umræðunnar um klæðaburð stjarnanna á Met Gala-hátíðinni kastaði Ford sérstökum skugga á söngkonuna Katy Perry en hún hefur farið mikinn á hátíðinni síðustu ár og klæðst hinum ýmsu dulargervum ef svo má segja.
„Þú þarft ekki að klæða þig upp sem hamborgara. Þú þarft heldur ekki að koma með sendibíl á staðinn vegna þess að þú getur ekki setið því þú ert klæddir þig eins og ljósakróna,“ sagði Ford og beindi orðum sínum augljóslega að Katy Perry.
Ford er bersýnilega annt um tískuhönnun og orðspor hátíðarinnar, enda eitt stærsta nafnið í tískubransnum og einn fremsti hönnuður í heiminum í dag.
Met Gala-hátíðin fer fram með pompi og prakt næstkomandi mánudag. Það verður spennandi að fylgjast með framgangi mála og hvort að Hollywood-stjörnunar muni fara eftir orðum Tom Fords og vanda valið á klæðaburðinum.