Bjartsýni ríkir hjá strandveiðimönnum

Fjölda strandveiðibáta mátti sjá á Pollinum á Akureyri þegar veiðar …
Fjölda strandveiðibáta mátti sjá á Pollinum á Akureyri þegar veiðar hófust. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Frem­ur fáir reru í gær þegar strand­veiðitíma­bilið hófst þar sem veður var ekki hag­stætt víða á land­inu. Fleiri bát­ar hafa hins veg­ar til­kynnt um þátt­töku í strand­veiðum en í fyrra að sögn Arn­ar Páls­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

„Það virðist ætla að fjölga hjá okk­ur. Um 440 hafa til­kynnt sig til Fiski­stofu skilst mér og fleiri eru til­bún­ir til að hefja veiðar nú þegar tíma­bilið hefst held­ur en var í fyrra. Veðrið í dag var hins veg­ar ekki jafn gott og á fyrsta degi í fyrra. Þess­ir minni bát­ar eru auðvitað háðir því og það hef­ur farið eft­ir stærð bát­anna hverj­ir fóru á miðin,“ sagði Örn þegar Morg­un­blaðið ræddi við hann í gær. Hann seg­ir gott hljóð vera í smá­báta­sjó­mönn­um í upp­hafi sum­ars á heild­ina litið.

„Það rík­ir mik­il bjart­sýni hjá strand­veiðimönn­um. Verð fyr­ir afl­ann var tölu­vert hærra í apríl en á sama tíma í fyrra. Við eig­um því von á að menn geti borið þokka­lega vel úr být­um,“ sagði Örn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: