Afgreiddu tillöguna daginn eftir

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til­laga sem fædd­ist í óform­legu spjalli um­hverf­is­ráðherra orku­mála á Norður­lönd­un­um, kvöldið fyr­ir reglu­leg­an fund þeirra, var tek­in inn á dag­skrá og samþykkt á fund­in­um í Osló í gær. 

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is- og orku­málaráðherra, seg­ir í sam­tali við mbl.is að til­lag­an snúi að því að koma á form­leg­um far­vegi ráðherr­anna þar sem hægt sé að deila hug­mynd­um, reynslu og upp­lýs­ing­um um fram­gang aðgerða í lofts­lags­mál­um. 

„Við nýtt­um kvöldið áður í sam­töl og deild­um reynslu. Til­lag­an snýr að því að nota nor­rænu ráðherra­nefnd­ina til að koma á með skipu­leg­um hætti miðlun upp­lýs­inga um hvað hver er að gera í hverju landi. Það er eng­in ástæða til að finna upp hjólið. Hug­mynd­in kom upp í kvöld­verðinum kvöldið áður og var samþykkt seinni part­inn í gær,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

Gekk óvenju hratt

Hann seg­ir mjög óvana­legt að hlut­irn­ir gangi svona hratt „en það sýn­ir bara hvað er mik­il dýna­mík í nor­rænu sam­starfi. Það hef­ur eflst mjög og vægi þess auk­ist á öll­um sviðum en ekki síst í lofts­lags­mál­un­um.“

„Við feng­um síðan mjög góða kynn­ingu á því hvernig geng­ur með tvennt; ann­ars veg­ar sjó­flutn­ing­anna, hvernig yf­ir­færsla skipa í grænt eldsneyti geng­ur og hins veg­ar end­ur­nýj­un reglna um svans­vott­un,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór um aðra dag­skrárliði fund­ar­ins.

mbl.is