Boðinn friður frá fjölmiðlamönnum gegn því að draga í land

Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja.
Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja. Samsett mynd

Páll Stein­gríms­son, skip­stjóri hjá Sam­herja, sem ratað hef­ur ít­rekað í frétt­ir eft­ir að gögn úr stoln­um farsíma hans láku í fjöl­miðla, seg­ir að hon­um hafi verið boðinn friður frá ákveðnum hópi fjöl­miðlamanna ef hann drægi kær­una á símastuld­in­um til baka. 

Frá þessu grein­ir Páll á face­book-síðu sinni þar sem hann fer yfir símastulds­málið og seg­ist oft líða eins og hann hafi óvart lent í lé­legri bíó­mynd enda at­b­urðarrás­in lyg­inni lík­ust.

mbl.is greindi frá því fyr­ir ári síðan að gögn­in sem birt voru á Stund­inni og Kjarn­an­um um svo­kallaða skrímsladeild Sam­herja hafi verið úr síma Páls sem stolið hafi verið af hon­um á meðan hann lá á milli heims og helju á sjúkra­húsi. 

Veik­ur ná­kom­inn aðili gripið til örþrifaráðs

„Fyr­ir ári síðan greip aðili ná­kom­inn mér, þjakaður af veik­ind­um, til örþrifaráðs til að þókn­ast öðrum. Ég endaði á gjör­gæslu og í önd­un­ar­vél og ef ekki væri fyr­ir stærð mína og hversu lík­am­lega hraust­ur ég er og fyr­ir framúrsk­ar­andi heil­brigðis­starfs­fólk væri ég ekki hér,“ seg­ir í færslu Páls um aðdrag­anda máls­ins.

mbl.is