Guðmundur hættur eftir hálfa öld hjá Bergi-Hugin

Guðmundur Arnar Alfreðsson að störfum.
Guðmundur Arnar Alfreðsson að störfum. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Guðmund­ur Arn­ar Al­freðsson hef­ur látið af störf­um sem út­gerðar­stjóri Bergs-Hug­ins ehf. í Vest­manna­eyj­um, en hann hef­ur starfað hjá fyr­ir­tæk­inu frá því hann lauk námi frá Vél­skóla Íslands 1973 og því óhætt að segja að um er að ræða tíma­mót hjá fyr­ir­tæk­inu.

Guðmund­ur, sem hélt upp á asjö­tugsaf­mælið á laug­ar­dag hafði áður starfað hjá Bergi hf., öðru þeirra fé­laga sem stofnuðu Berg-Hug­in árið 1972 og hef­ur þannig í raun starfað hjá fé­lag­inu í hálfa öld, að því er fram kem­ur í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar sem er eig­andi Bergs-Hug­ins.

Guðmundur var vélstjóri á Vestmannaey.
Guðmund­ur var vél­stjóri á Vest­manna­ey. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Í upp­hafi sinnti Guðmund­ur vél­stjóra­störf­um á skut­tog­ar­an­um Vest­mann­ey en árið 1986 tók hann við starfi út­gerðar­stjóra og hef­ur því sinnt því í 36 ár. „Hann er einn þeirra manna sem sí­fellt hef­ur verið unnt að treysta á og hann hef­ur alla tíð gegnt störf­um sín­um af ein­stakri sam­visku­semi,“ seg­ir í færsl­unni.

„Ekki kem­ur á óvart að Guðmund­ur er mjög tækni­lega sinnaður og fylg­ist vel með allri framþróun sem á sér stað á hinu tækni­lega sviði. Fyr­ir all­mörg­um árum fékk Guðmund­ur mik­inn áhuga á flugi, lauk einka­flug­manns­prófi árið 1986 og hef­ur síðan svifið um loft­in blá í frí­stund­um sín­um eða til að sinna er­ind­um uppi á landi.“ Í færsl­unni er einnig vak­in at­hygli á að hann hafi haft áhuga á ljós­mynd­un og að heimasíða Síld­ar­vinnsl­unn­ar hafi fengið mynd­ir þegar þörf hef­ur verið á.

Dreng­ur góður

„Guðmund­ur er góður dreng­ur, heil­steypt­ur og hef­ur aldrei hall­mælt nokkr­um manni. Þá er hann at­hug­ull, yf­ir­vegaður og lausnamiðaður. Vinnu­semi hef­ur alla tíð ein­kennt hann og þegar mikið er að gera þá hef­ur hann alltaf verið síðasti maður heim. Það voru for­rétt­indi að starfa með Guðmundi,“ seg­ir Magnús Krist­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Bergs-Hug­ins til árs­ins 2017, í færsl­unni.

Þá seg­ir Arn­ar Rich­ards­son, rekstr­ar­stjóri Bergs-Hug­ins, að söknuður verði af Guðmundi og að hann hafi verið einkar hæf­ur til að gegna starfi sínu og hann sé dugnaðarforkur auk þess að vera prýðismaður í alla staði.

Frá afmælisveislunni á laugardag. f.v.: Magnús Kristinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri, Guðmundur, …
Frá af­mæl­is­veisl­unni á laug­ar­dag. f.v.: Magnús Krist­ins­son fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri, Guðmund­ur, Arn­ar Rich­ards­son rekstr­ar­stjóri og Gunnþór B. Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an
mbl.is