Fimm sturluð hótel á Tenerife

Þetta eru ein flottustu hótelin á Tenerife.
Þetta eru ein flottustu hótelin á Tenerife. Samsett mynd

Sólareyjan Tenerife hefur heldur betur unnið hjörtu Íslendinga undanfarin ár og kalla margir eyjuna Íslendinganýlendu. Þangað ferðast fólk ár eftir ár og er líklegt að margir muni sækja eyjuna heim í sumar. Ferðavefurinn tók saman hótel sem vert er að skoða ef þú hyggst fljúga á vit sólarinnar.

Hotel San Roque

Þetta hótel er kjörið ef þú vilt upplifa töfra Tenerife. Hótelið er staðsett norð-vestan megin á eyjunni í bænum Garachico. Í grennd við hótelið er að finna algjöra náttúruparadís og því hótelið kjörið fyrir þá sem vilja fara í göngur eða á hestbak. Það eru þrjár mínútur í ströndina og 15 mínútur á gólfvöll. Hótelið er vinsælt hjá pörum sem vilja fá að njóta sín í friði frá öðrum ferðamönnum.

Hotel San Roque.
Hotel San Roque. Ljósmynd/booking.com

Bahia del Duque

Þetta lúxushótel er veglegt og hefur upp á mikið að bjóða. Á hótelinu er hægt að velja um herbergi eða einkalúxusvillu. Átta veitingastaðir eru inni á hótelinu og sjö barir, þar á meðal safabar og strandbar. Afþreying er ekki af skornum skammti á hótelinu er hægt að fara í tennis, borðtennis, hvalaskoðun og í leikfimitíma. Golfvöllur og Siam park eru í fimm mínútna akstursfjarlægð. 

Bahia del Duque.
Bahia del Duque. Ljósmynd/booking.com

Bahia Principle Fantasia Tenerife

Hótelið er fimm stjörnu hótel sem býður upp á allt það sem fjölskyldur geta látið sig dreyma um í sólarlandafríi. Hótelið er staðsett í Adeje og er með frábæran sundlaugargarð, sérstakt leiksvæði fyrir börnin og í aðeins 15 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Stutt er í alla þjónustu og það er mikið líf og stemmning á svæðinu.  

Bahia Principle Fantasia Tenerife.
Bahia Principle Fantasia Tenerife. Ljósmynd/booking.com

H10 Costa Adeje Palace

H10 er vinsælt Íslendingahótel. Það er vel staðsett við ströndina en það tekur aðeins þrjár mínútur að komast frá hótelinu og beint í sjóinn að kæla sig frá sólinni. Sundlaugar, pottar og heilsulind eru á svæðinu. Það eru svalir á hverju herbergi og möguleiki á að fá útsýni yfir sjóinn. Það er sundlaug með óendanleikakanti á efstu hæðinni, barir og veitingastaðir. Hótelið er á frábærum stað og stutt í alla þjónustu. 

H10.
H10. Ljósmynd/booking.com

Dreams Jardin Tropical Resort and Spa 

Þetta hótel hentar pörum sérstaklega þar sem það er rólegra en önnur. Staðsetningin gæti ekki verið betri og það þarf ekki að leita langt út fyrir hótelið til að sækja þjónustu. Hótelið er með fallegum sundlaugum og þar er einnig saltsvatnssundlaug. Aðgangur að einkasvæði við ströndina og einka Sunset Club.  

Dreams Jarfin Tropical Resort & Spa.
Dreams Jarfin Tropical Resort & Spa. Ljósmynd/booking.com
mbl.is