Reisa minningarreit látinna starfsmanna

Minningarreiturinn samkvæmt tillögu Kristjáns Breiðfjörð Svavarssonar
Minningarreiturinn samkvæmt tillögu Kristjáns Breiðfjörð Svavarssonar Mynd/Síldarvinnslan

Fram­kvæmd­ir við gerð minn­ing­ar­reits helgaður þeim sem hafa lát­ist við störf hjá Síld­ar­vinnsl­unni hóf­ust rétt eft­ir páska og miðar þeim sam­kvæmt áætl­un, að því er fram kem­ur í færslu á vef fyr­ir­tæk­is­ins. Stefnt er að því að öll­um fram­kvæmd­um við gerð reits­ins ljúki í sum­ar.

Reit­ur­inn er á grunni gömlu fiski­mjöls­verk­smiðjunn­ar sem eyðilagðist í snjóflóði 20. des­em­ber 1974, en þá lét­ust sjö. Á þess­um stað stend­ur gam­all gufu­ketill sem verður hluti af reitn­um.

Árið 2018 var efnt til sam­keppni um út­færslu á reitn­um og voru þátt­tak­end­ur beðnir um að „taka til­lit til þess að reit­ur­inn ætti að vera friðsæll og hlý­leg­ur staður og þar ætti að vera aðstaða fyr­ir fólk til að setj­ast niður og njóta kyrrðar.“ Jafn­framt átti að gera ráð fyr­ir minn­ing­ar­skildi eða minn­ing­ar­skjöld­um um þá sem lát­ist hafa í starfi auk þess sem sögu Síld­ar­vinnsl­unn­ar yrði gerð skil.

Átta til­lög­ur bár­ust og voru þær metn­ar af dóm­nefnd. „Niðurstaðan varð sú að til­laga Kristjáns Breiðfjörð Svavars­son­ar bar sig­ur úr být­um en einnig hlaut hluti til­lögu Ólafíu Zoëga verðlaun. Á grund­velli til­lagn­anna tveggja hef­ur Land­mót­un – lands­lags­arki­tekt­ar séð um hönn­un á svæðinu sem minn­ing­ar­reit­ur­inn verður gerður á,“ seg­ir í færsl­unni.

Framkæmdir við gerð minningarreitsins eru hafnar.
Fram­kæmd­ir við gerð minn­ing­ar­reits­ins eru hafn­ar. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an/​Smári Geirs­son
mbl.is