Sæbjörg er komin á framtíðarstaðinn

Sæbjörg er komin á framtíðarstaðinn við Bótarbryggju.
Sæbjörg er komin á framtíðarstaðinn við Bótarbryggju. mbl.is/sisi

Slysavarnaskóli sjómanna í Sæbjörg var fyrir skömmu fluttur frá Austurhöfn að Bótarbryggju í Gömlu höfninni í Reykjavík. Bótarbryggja liggur út af Grandagarði, milli Slysavarnahússins og Bakkaskemmu, húss Sjávarklasans.

Sæbjörgin sigldi fyrir eigin vélarafli á nýja framtíðarstaðinn. Ferðin tók skamman tíma, enda stutt að fara.

Sæbjörgin hefur legið í Austurhöfninni síðustu 15 árin. Miklar breytingar hafa orðið á þessu svæði undanfarin ár. Fyrst reis tónlistarhúsið Harpa, því næst stór fjölbýlishús og loks var opnað nýtt lúxushótel, Reykjavík Edition-hótelið.

Áður en af flutningi Sæbjargar gat orðið þurfti að tryggja aðgang að rafmagni, vatni, frárennsli og ljósleiðara. Skólinn er í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar en hann var stofnaður árið 1985 til að sinna öryggisfræðslu fyrir sjómenn. Árið 1998 gaf ríkisstjórn Íslands félaginu ferjuna Akraborg til afnota fyrir skólann.

Sæbjörg lá áður hinum megin í höfninni, við Hörpu.
Sæbjörg lá áður hinum megin í höfninni, við Hörpu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: