Samherji kaupir Akraberg

Togarinn Akraberg FO fær nafnið Snæfell EA með heimahöfn á …
Togarinn Akraberg FO fær nafnið Snæfell EA með heimahöfn á Akureyri. Hann verður gerður út til veiða á grálúðu sem verður heilfryst um borð. Ljósmynd/framherji.fo

Sam­herji hef­ur keypt frysti­tog­ar­ann Akra­berg FO af Fram­herja í Fær­eyj­um, sem Sam­herji á þriðjungs­hlut í. Skipið var smíðað 1994 í Nor­egi fyr­ir Hrönn hf. á Ísaf­irði og hét upp­haf­lega Guðbjörg ÍS.

„Við ætl­um að nota skipið til að veiða grá­lúðu í ís­lensku lög­sög­unni,“ sagði Kristján Vil­helms­son út­gerðar­stjóri Sam­herja. Grá­lúðan verður hausuð, sporðskor­in og heilfryst um borð. Skipið er vænt­an­legt í næsta mánuði. Það mun fá nafnið Snæ­fell og heima­höfn þess verður á Ak­ur­eyri. Það verður hrein viðbót við flota Sam­herja og reikn­ar Kristján með að 18 menn verði í áhöfn. Hann sagði að skip­inu hefði verið vel viðhaldið og alltaf fiskað vel.

Hrönn hf. rann inn í Sam­herja 1997 sem þá eignaðist tog­ar­ann. Hann var seld­ur til Þýska­lands og hét þá Hanno­ver NC. Skipið kom aft­ur í flota Sam­herja 2002, var lengt um tæpa 18 metra, breytt í fjölveiðiskip og fékk nafnið Bald­vin Þor­steins­son EA. Það fór aft­ur til Þýska­lands 2007. Fram­herji keypti skipið 2013 og hef­ur gert út síðan. Fram­herji fær nýj­an tog­ara í næsta mánuði og þess vegna var Akra­bergið selt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: