135 hafa landað grásleppu og Fönix aflamestur

Fönix BA er aflamesti grásleppubáturinn og er kominn með tæp …
Fönix BA er aflamesti grásleppubáturinn og er kominn með tæp 60 tonn. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Afla­hæsti bát­ur­inn á grá­sleppu­vertíðinni er Fön­ix BA, sem var kom­inn með 59,5 tonn um helg­ina. Meðaltalið er hins veg­ar 21,6 tonn á bát, en var 37,3 tonn í fyrra.

135 bát­ar hafa landað afla á grá­sleppu­vertíðinni, nokkru færri en í fyrra. Marg­ir þeirra hafa lokið vertíð, sem mátti hefjast 20. mars og standa í 25 daga sam­fellt frá því að net voru lögð.

Alls hafa 677 tonn af grá­sleppu verið seld á fisk­mörkuðum, 29% minna en í fyrra. Verðið er hins 25% hærra í ár eða 169 krón­ur á kíló að meðaltali, en var 135 krón­ur í fyrra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: