Aflahæsti báturinn á grásleppuvertíðinni er Fönix BA, sem var kominn með 59,5 tonn um helgina. Meðaltalið er hins vegar 21,6 tonn á bát, en var 37,3 tonn í fyrra.
135 bátar hafa landað afla á grásleppuvertíðinni, nokkru færri en í fyrra. Margir þeirra hafa lokið vertíð, sem mátti hefjast 20. mars og standa í 25 daga samfellt frá því að net voru lögð.
Alls hafa 677 tonn af grásleppu verið seld á fiskmörkuðum, 29% minna en í fyrra. Verðið er hins 25% hærra í ár eða 169 krónur á kíló að meðaltali, en var 135 krónur í fyrra.