Verðmæti laxeldis gæti orðið meira en fiskveiða

Dag Sletmo, hjá norska DNB bankanum, á ársfundi SFS. Hann …
Dag Sletmo, hjá norska DNB bankanum, á ársfundi SFS. Hann telur innan tíu ára geti fiskeldið skilað meiri útflutningsverðmætum en allur hvítfiskurinn sem fluttur er úr landi. Ljósmynd/Birgir Ísleifur

Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur, og þá ekki síst ís­lenskt fisk­eldi, á mikið inni að mati Dags Slet­mos. Slet­mo er aðstoðarfram­kvæmda­stjóri norska bank­ans DNB en hann flutti er­indi á árs­fundi SFS sem hald­inn var í Hörpu síðastliðinn föstu­dag.

Slet­mo tel­ur senni­legt að inn­an nokk­urra ára verði út­flutn­ings­verðmæti ís­lensks lax­eld­is orðið meira en verðmæti ís­lenskra þorskaf­urða. Ekki nóg með það held­ur gæti fisk­eldið tekið fram úr hefðbundn­um sjáv­ar­út­vegi á næstu tíu árum líkt og gerst hef­ur í Nor­egi en þar mynd­ar eld­islax ríf­lega tvo þriðju af út­flutn­ings­verðmæti norskra sjáv­ar­af­urða á meðan þriðjung­ur kem­ur frá fisk­veiðum. „Og þar er ég aðeins að tala um lax­eldi í sjó, en Ísland er líka komið vel af stað með fisk­eldi á landi og býr að góðu fram­boði af hreinu vatni, jarðhita og ódýrri raf­orku sem ger­ir fisk­eldið hag­kvæm­ara en ella,“ út­skýr­ir Slet­mo.

„Fram und­an er mik­ill vöxt­ur í lax­eldi á svæðum eins og Banda­ríkj­un­um og Kína og þró­un­in sú að reyna að færa fram­leiðsluna nær mörkuðunum en Ísland er þó vel í sveit sett með að flytja kæld­an eld­islax til Banda­ríkj­anna sjó­leiðina og var­an fyr­ir vikið með til­tölu­lega smátt kol­efn­is­spor kom­in á áfangastað.“

Laxeldið vex ár frá ári.
Lax­eldið vex ár frá ári. Ljós­mynd/​Icelandic Salmon

Verð á fóðri rýk­ur upp

Meðal þeirra vanda­mála sem fisk­eldi glím­ir við um þess­ar mund­ir er að fóður­kostnaður hef­ur snar­hækkað. Slet­mo bend­ir á að fóður­kaup séu stærsti kostnaðarliður fisk­eld­is­stöðva og óhjá­kvæmi­legt að dýr­ara fóður leiði til verðhækk­ana á eld­is­fiski. „En hafa verður í huga að hærri fóður­kostnaður hef­ur líka áhrif á land­búnað nema hvað þar eru áhrif­in meiri enda fóður­nýt­ing­in betri í fisk­eldi mælt í fram­leiddu pró­tíni fyr­ir hvert kíló af fóðri. Eld­is­fisk­ur mun því hækka í verði en verð á öðrum pró­tín­gjöf­um mun hækka jafn­mikið eða meira.“

Tím­inn mun leiða í ljós hvort tekst að nota nýtt og ódýr­ara hrá­efni sem fóður og þannig draga úr kostnaði. Nefn­ir Slet­mo að fjöldi verk­efna sé í píp­un­um og von­ir bundn­ar við að megi t.d. rækta þör­unga sem fóðraðir eru á kolt­ví­sýr­ingi og nýt­ast sem heil­næmt og um­hverf­i­s­vænt fóður­hrá­efni. „Þró­un­in hef­ur farið hægt af stað og í Nor­egi eru ekki nema 0,4% af því fóðri sem lax­eld­isiðnaður­inn not­ar feng­in úr nýj­um teg­und­um af hrá­efni – en það eru þó samt 8.000 tonn af fóðri og á hlut­fallið bara eft­ir að aukast.“

Þarf grein­in líka að vara sig á hvaðan fóðrið er fengið og nefn­ir Slet­mo að soja­baun­ir séu eitt helsta hrá­efnið sem notað er til fóður­gerðar. Þar er Bras­il­ía stærsta fram­leiðslu­landið og hef­ur átt sér stað mik­il vit­und­ar­vakn­ing um skaðsemi þess að ryðja regn­skóg­um í burtu til að rýma fyr­ir land­búnaði. Seg­ir Slet­mo að neyt­end­ur og selj­end­ur geri æ rík­ari kröf­ur um sjálf­bærni allr­ar virðiskeðju fisk­eld­is og þannig hafi norski lax­eld­isiðnaður­inn hlotið lof fyr­ir að nýta aðeins bras­il­ísk­ar soja­baun­ir sem vottað er að voru ræktaðar án þess að valda tjóni á regn­skóg­in­um.

„Kraf­an um sjálf­bærni er fisk­eldi í hag. Ef rétt er að veiðunum staðið er villt­ur fisk­ur senni­lega sá sjálf­bær­asti pró­tíngjafi sem finna má, en eld­is­fisk­ur fylg­ir þétt á eft­ir og hafa orðið mikl­ar fram­far­ir á und­an­förn­um 30-40 árum í þá átt að lág­marka um­hverf­isáhrif og há­marka skil­virkni fisk­eld­is. Er sam­an­b­urður­inn fisk­eldi líka í hag þegar skoðað er hve mik­il kol­efn­is­los­un á sér stað við eldi dýra á landi, að ekki sé talað um það mikla magn af ferskvatni og allt það land­rými sem þarf til að ala bú­fénað. Stend­ur land­búnaður frammi fyr­ir meiri­hátt­ar áskor­un hvað varðar of­nýt­ingu á vatni og þau áhrif sem starf­sem­in hef­ur á fjöl­breyti­leika líf­rík­is­ins.“

mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son

Örlar á vernd­ar­stefnu

Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur þarf líka, að mati Slet­mos, að vera á varðbergi gagn­vart þeim mögu­leika að þjóðir reisi nýja viðskiptamúra. Seg­ir hann að at­b­urðir und­an­far­inna ára hafi leitt til umræðu víða um heim um mik­il­vægi fæðuör­ygg­is og þær hætt­ur sem fylgja því ef fyr­ir­tæki eru háð löng­um og flókn­um aðfanga­keðjum. Í marga ára­tugi hef­ur þró­un­in verið í þá átt að opna markaði og fækka hindr­un­um en nú gæti sú þróun gengið til baka, a.m.k. að ein­hverju leyti.

„Á sama tíma sjá­um við það ger­ast að staða stofn­ana eins og Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar er tek­in að veikj­ast. Norskt lax­eldi hef­ur ein­mitt reitt sig mjög á samn­inga Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar á meðan Síle hef­ur frek­ar lagt áherslu á að gera tví­hliða samn­inga við sem flest lönd. Við gæt­um verið að sigla inn í tíma­bil þar sem ríki ættu að gera eins og Síle og gera samn­inga við sem flest­ar þjóðir, og tryggja að þess­ir samn­ing­ar séu eins skýr­ir og af­ger­andi og kost­ur er.“

Mun gervilax snúa öllu á haus?

Einn af þeim áhættuþátt­um sem Slet­mo nefndi í er­indi sínu er sú þróun sem er að eiga sér stað við notk­un afurða úr jurta­rík­inu til að fram­leiða nk. gervi­kjöt, eða hrein­lega nota nær­ing­ar- og vaxt­ar­efni til að rækta kjöt­frum­ur og búa þannig til kjöt­bita í vél.

Hann seg­ir að hætt­an sem sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi staf­ar af þess­ari þróun sé „svart­ur svan­ur“, þ.e. að erfitt sé að meta með vissu hve mik­il hætt­an er og hvað muni ger­ast en að áhrif­in geti hugs­an­lega reynst mjög mik­il ryðji ný vara sér til rúms.

„Við erum að sjá það ger­ast að pró­tín­fram­leiðsla af þessu tagi er far­in að verða þónokkuð um­svifa­mik­il og vör­urn­ar farn­ar að ná til hins al­menna neyt­anda,“ seg­ir hann en bæt­ir við að til þessa hafi áhersl­an einkum verið á að þróa vör­ur sem geta komið í stað nauta­kjöts­borg­ara og kjúk­linganagga, og að enn virðist langt í að tak­ist að búa til græn­met­is-hnakka­stykki eða frumu­ræktað flak af laxi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: