Hvalbátarnir halda brátt til veiða

Hvalbátarnir liggja nú við Ægisgarð eftir slipptökuna. Lokaundirbúningur veiðanna er …
Hvalbátarnir liggja nú við Ægisgarð eftir slipptökuna. Lokaundirbúningur veiðanna er eftir, svo sem að koma fyrir skutulbyssunum fremst. mbl.is/sisi

Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir hval­veiðar sum­ars­ins eru í full­um gangi. Hval­ur 8 og Hval­ur 9 hafa verið tekn­ir upp í Slipp­inn í Reykja­vík þar sem bát­arn­ir voru botn­hreinsaðir og málaðir. Þeir eru núna eins og nýir. Ekki veitti af, því þeir hafa legið óhreyfðir í höfn síðan 2018.

Hval­vertíðin hefst í júní og stend­ur fram í sept­em­ber, allt eft­ir því sem birta leyf­ir. Reiknað er með að um 150 manns starfi á hval­veiðibát­un­um, í hval­stöðinni í Hval­f­irði og í vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins í Hafnar­f­irði.

Sam­kvæmt ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar má veiða 161 langreyði á ári frá 2018 til 2025 á veiðisvæðinu Aust­ur-Græn­land/​Vest­ur- Ísland og 48 langreyðar á svæðinu Aust­ur-Ísland/​Fær­eyj­ar. Sam­tals 209 hvali. Flytja má 20% af óveidd­um kvóta fyrra árs til yf­ir­stand­andi árs. Ekk­ert var veitt í fyrra og því má bæta við sam­tals 42 hvöl­um fyr­ir bæði veiðisvæðin.

Hval­ur hf. sendi skip sín síðast til veiða sum­arið 2018. Það ár hóf­ust veiðarn­ar 19. júní og stóðu til 23. sept­em­ber. Alls veidd­ust 146 langreyðar á vertíðinni það ár, en af þeim greind­ust tveir blend­ing­ar langreyðar og steypireyðar.

Stærsti hluti afurðanna fer á markað í Jap­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: