Stakur lax á 15.776 krónur

Gott verð fékkst fyrir eldislax í síðustu viku. Hæsta verðið …
Gott verð fékkst fyrir eldislax í síðustu viku. Hæsta verðið fékkst fyrir 8 til 9 kílóa lax. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hvert kíló af eld­islaxi í hefðbund­inni slát­ur­stærð (3 til 6 kíló) seld­ist á 1.690 ís­lensk­ar krón­ur á mörkuðum í síðustu viku (viku 18) að meðaltali eða 122,75 norsk­ar krón­ur. Það er 52,17% hærra verð en fékkst á mörkuðum þrem­ur mánuðum á und­an og 19,43% hærra verð en mánuði á und­an.

Sam­kvæmt laxa­vísi­tölu Nas­daq má greina að meðal­verð á laxi í slát­ur­stærð í viku 18 var 2,48% lægra en viku 17. Er þetta fyrsta lækk­un verðs á mörkuðum eft­ir sam­fellda hækk­un frá miðjum mars eða í sex vik­ur.

Meðal­verð á laxi yfir 6 kíló hélt áfram að hækka og var hæsta meðal­verð í síðustu viku á 8 til 9 kílóa laxi. Nam meðal­verð á slík­um laxi 134,81 norsk­um krón­um á kíló, sem er jafn­v­irði 1.856 ís­lenskra króna og þýðir að stak­ur 8,5 kílóa lax hafi selst á 15.776 ís­lensk­ar krón­ur.

mbl.is