Vonir um makrílsamning fyrir 2023

Vonir eru um heildstæðan makrílsamning fyrir árslok.
Vonir eru um heildstæðan makrílsamning fyrir árslok. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn­un mak­ríl­veiða og kvóta­skipt­ing var umræðuefni á fundi strand­ríkja í London í vik­unni. Ekki var gengið frá sam­komu­lagi um skipt­ingu á fund­in­um, en ákveðið að hitt­ast á nýj­an leik á tveim­ur fund­um í júní­mánuði. Kristján Freyr Helga­son, sem fór fyr­ir ís­lensku nefnd­inni, seg­ir að fund­ur­inn hafi eigi að síður verið á já­kvæðum nót­um og full­trú­ar strand­ríkj­anna skipst á skoðunum. Hann seg­ir að sam­talið hafi verið gott á fund­in­um og fram hafi komið von­ir um heild­stæðan samn­ing fyr­ir árið 2023.

Síðast var rætt um stjórn­un mak­ríl­veiða á fundi í lok mars og var þá lögð fram skýrsla vís­inda­manna um dreif­ingu mak­ríls og fleira. Bú­ast má við að strand­rík­in kynni kröf­ur sín­ar á júnífund­un­um.

Fund­ur­inn var hald­inn í höfuðstöðvum NEAFC í London og auk Íslands áttu Fær­eyj­ar, Bret­land, Evr­ópu­sam­bandið, Græn­land og Nor­eg­ur full­trúa á fund­in­um. Sex manns voru í ís­lensku nefnd­inni, full­trú­ar mat­vælaráðuneyt­is, ut­an­rík­is­ráðuneyt­is, Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: