Kristjón Kormákur og Sunna ennþá saman

Kristjón Kormákur Guðjónsson.
Kristjón Kormákur Guðjónsson. Ljósmynd/Landspítalinn

Blaðamaðurinn Kristjón Kormákur Guðjónsson og Sunna Rós Víðisdóttir lögfræðingur og fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata eru ennþá saman. Smartland greindi frá því í morgun að hann væri einhleypur en parið er saman núna en þau byrjuðu að hittast 2019.

Hann var áður kvæntur Auði Ösp Guðmundsdóttur blaðamanni en Smartland greindi frá brúðkaupi þeirra sem fram fór 2017. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is