Ná skammtinum þegar gefur

Um 40 bátar hafa landað á Arnarstapa í vor og …
Um 40 bátar hafa landað á Arnarstapa í vor og mikið líf verið við höfnina á þessum vinsæla ferðamannastað. mbl.is/Alfons

Ann­ir fylgja strand­veiðum í höfn­um Snæ­fells­bæj­ar og hafa yfir 100 strand­veiðibát­ar landað þar á ein­um degi þegar mest hef­ur verið að gera. Björn Arn­alds­son, hafn­ar­stjóri í Snæ­fells­bæ, seg­ir að bát­arn­ir fari yf­ir­leitt snemma út. Þeir fyrstu séu komn­ir inn fyr­ir há­degi, en þeir síðustu eft­ir kvöld­mat.

„Þegar veðrið er al­menni­legt ná all­ir skammt­in­um, en frá­taf­ir hafa verið vegna veðurs. Í næstu viku spá­ir vel og þá verður gang­ur í þessu,“ seg­ir Björn hafn­ar­stjóri.

Í síðustu viku var hægt að róa tvo daga af fjór­um og sjá má á meðfylgj­andi töflu að veður hef­ur haft tals­verð áhrif á sókn og heild­arafla. Allt að 40 strand­veiðibát­ar landa á Arn­arstapa, en þar er aðeins einn lönd­un­ar­krani. Oft er þar lönd­un­ar­bið og þá ekki annað að gera en að fara í röð og bíða eft­ir að kom­ast und­ir kran­ann. Hægt er að fylgj­ast með líf­inu við hafn­irn­ar í vef­mynda­vél­um, en nýj­ar vél­ar hafa verið sett­ar upp á Arn­arstapa og Rifi og sú þriðja verður sett upp í Ólafs­vík á næst­unni.

Mynd/​mbl.is

Lang­flest­ir strand­veiðibát­ar róa á svæði A, sem nær frá Arn­arstapa til Súðavík­ur, og hef­ur bát­um á svæðinu fjölgað frá síðasta ári. Sam­kvæmt yf­ir­liti Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda hafa 233 bát­ar róið á A-svæði í vor eða rúm­ur helm­ing­ur þeirra 452 báta allt í kring­um landið, sem hafa landað afla á vertíðinni. Bát­um hef­ur aðeins fjölgað á svæði B frá Norðurf­irði til Greni­vík­ur, aðeins fækkað á svæði C frá Húsa­vík til Djúpa­vogs og fækkað tals­vert á D-svæði frá Hornafirði í Borg­ar­nes.

56% hækk­un á þorski

Fisk­verð á mörkuðum hef­ur verið gott und­an­farið og hafa feng­ist 383 krón­ur að meðaltali fyr­ir kílóið af óslægðum færa­fiski. Fyrstu daga strand­veiða í fyrra feng­ust 246 krón­ur fyr­ir kílóið af þorski sem seld­ur var á mörkuðum og nem­ur hækk­un­in 56%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: