Fyrsti alþjóðadagur kvenna í siglingum

Fyrsti alþjóðadagur kvenna í siglingum er í dag.
Fyrsti alþjóðadagur kvenna í siglingum er í dag. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Samþykkt var á fundi alls­herj­arþings Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­ar­inn­ar (IMO) í nóv­em­ber í fyrra að 18. maí yrði ár­leg­ur alþjóðadag­ur kvenna í sigl­ing­um og því sá fyrsti í sög­unni í dag. Kjör­orð dags kvenna í sigl­ing­um eru að þessu sinni: „Þjálf­un, sýni­leiki og viður­kenn­ing; Brjót­um niður múra starfs­grein­anna“.

Til­gang­ur dags­ins er að skapa vett­vang til að varpa ljósi á og fagna ár­angri kvenna sem starfa á sjó og greina svið þar sem bæta má kynja­jafn­vægi, að því er fram kem­ur á vef IMO.

Stofn­un­in hef­ur í dag kynnt nýtt merki dags­ins og staðið að alþjóðlegu málþingi þar sem lögð var áhersla á nauðsyn þess að kon­ur séu sýni­legri í geir­an­um í heild, séu í aukn­um mæli með virka full­trúa á ákv­arðana­töku­stig­um og studd­ar bet­ur með viðeig­andi þjálf­un og mennt­un. Jafn­framt var hrinnt af stað her­ferð á sam­fé­lags­miðlum und­ir myllu­merk­inu #Women­In­Ma­riti­meDay (kon­ur í sigl­ing­um).

Þá voru kynnt­ar niður­stöður skýrslu um stöðu kvenna í sigl­ing­um. Sam­kvæmt skýrsl­unni, sem nær til allra aðild­ar­ríkja IMO, eru aðeins 2% af áhafn­ar­meðlim­um kon­ur, lang­flest­ar í farþega­skip­um.

Nýtt merki dagsins.
Nýtt merki dags­ins. Mynd/​IMO
mbl.is