Sigurður Ingi vill upphefja konur

Sigurður Ingi segir Framsóknarflokkinn lengi hafa lagt áherslu á velferð …
Sigurður Ingi segir Framsóknarflokkinn lengi hafa lagt áherslu á velferð barna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í engri starfs­stétt er jafn­mik­ill kynja­halli og í sjó­mennsku,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag í til­efni af alþjóðadegi kvenna í sigl­ing­um. Vill hann með grein­inni hvetja fleiri kon­ur í sjó­mennsku.

„Örfá­ar kon­ur hafa út­skrif­ast úr skip­stjórn eða vél­stjórn. Ein­ung­is 1% skip­stjórn­ar­menntaðra eru kon­ur. Til sam­an­b­urðar eru kon­ur hand­haf­ar tæp­lega 12% flug­skír­teina. Af 2.542 sem hafa út­skrif­ast af loka­stigi vél­stjórn­ar, eru sjö kon­ur,“ seg­ir hann.

Mik­il­vægt er að beina at­hygli ungra kvenna að þeim starfs­mögu­leik­um sem eru á sjó að mati Sig­urðar Inga, hvort sem er við fisk­veiðar, flutn­inga, rann­sókn­ir eða ný­sköp­un tengda sjáv­ar­út­vegi. „Með fleiri og fjöl­breytt­ari at­vinnu­tæki­fær­um fyr­ir kon­ur, tryggj­um við ekki ein­ung­is bætta stöðu kynj­anna, held­ur renn­um sterk­ari stoðum und­ir sjáv­ar­byggðirn­ar þar sem kynja­halli hef­ur verið viðvar­andi vegna ein­hæfni starfa.“

Það er „bjart­ara framund­an“ að sögn Sig­urðar Inga sem vek­ur at­hygli á að 7% af nem­um í skip­stjórn séu kon­ur. Jafn­framt bend­ir hann á að mik­ill launamun­ur kynj­anna í sjáv­ar­byggðum megi meðal ann­ars rekja til hárra tekna karla á sjó, en aðeins 9% af þeim sem vinna við fisk­veiðar eru kon­ur og 43% af þeim sem starfa við fisk­vinnslu.

„Ég vil hvetja stofn­an­ir og fyr­ir­tæki sem hafa sjó­inn að vett­vangi til að brjóta hefðir og opna dyr sín­ar og skapa hvetj­andi um­hverfi þar sem kon­ur njóta jafn­ræðis á við karla í störf­um á sjó,“ seg­ir hann að lok­um. Grein­ina má lesa hér eða í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina