Beint: Rannsóknir á selastofnum Íslands

Sandra Magdalena Granquist, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnunn og deildarstjóri Selarannsóknadeildar Selasetur …
Sandra Magdalena Granquist, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnunn og deildarstjóri Selarannsóknadeildar Selasetur Íslands, flytur erindi á málstofunni. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Málstofa um rannsóknir og vöktun selastofna við Ísland fer fram í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í dag. Þar flytur Sandra Magdalena Granquist, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnunn og deildarstjóri Selarannsóknadeildar Selasetur Íslands, erindi þar sem hún fer yfir niðurstöður nýlegra rannsóknaverkefna, ásamt þýðingu þeirra fyrir selastofna og samfélag.

„Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu rannsóknaverkefni varðandi vistfræði sela; niðurstöður kynntar og þýðing slíkra rannsókna fyrir selastofna við strendur landsins kynnt. Fjallað verður um stöðu selastofna og breytingar á stofnstærð frá því að talningar hófust 1980. Þá verður einnig fjallað um rannsóknir á fæðuvali sela og samspili sela við nytjaveiðar manna. Einnig verður fjallað um áhrif ferðamennsku á seli og hvernig hægt er að lágmarka neikvæð áhrif vegna truflana af mannavöldum,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.



mbl.is