Fá 55,6% meira fyrir strandveiðiaflann

Sævar Þór Asgeirsson ánægður með sinn afla á strandveiðum í …
Sævar Þór Asgeirsson ánægður með sinn afla á strandveiðum í fyrra. Strandveiðisjómenn geta fagnað hagstæðu verði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Sett var afla­met á strand­veiðum á mánu­dag en aldrei hef­ur jafn mikið veiðst á ein­um degi í maí frá upp­hafi veiðanna 2009. Fram kem­ur á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda að  um 440 til 450 strand­veiðibát­ar hafi verið á sjó og lönduðu þeir alls 308 tonn­um, en fyrra met frá maí 2020 var 273 tonn.

Mik­il aðsókn hef­ur verið í veiðarn­ar í ár en verð hafa verið af­burða góð. Á fyrstu 16 dög­um sem óslægður þorsk­ur var seld­ur á fisk­mörkuðum í maí nam meðal­verð 387,38 krón­ur á kíló. Það er tæp­lega 45% hærra en á fyrstu 16 dög­um 2021 þegar meðal­verð var 267,76 krón­ur og 75% hærra en 2020 þegar meðal­verð nam 222,72 krón­ur.

Að lokn­um tólfta degi strand­veiða nam afla­verðmætið 751 millj­ón­um króna og er rúm­lega 28% meira nú en á sama tíma í fyrr þegar það nam 585 millj­ón­um. Hafa ber í huga að á þess­um tólf dög­um náðust 2.914 tonn í ár en 3.532 tonn í fyrra, en veður hef­ur truflað veiðarn­ar í ár. Ef tekið er til­lit til magns hef­ur verðmæti hvers landaðs kíló (óháð teg­und) auk­ist um 55,6%.

Olíu­verð er þó tölu­vert hærra en í fyrra, en flest bend­ir þó til að strand­veiðisjó­menn munu hafa ágæta af­komu af veiðum árs­ins.

mbl.is