Eyþór annar Íslendinga sem útskrifast úr skólanum

Frá vinsti: Ásgrímur L. Ásgrímsson, Óskar Eyþórsson, Eyþór Óskarsson, Helga …
Frá vinsti: Ásgrímur L. Ásgrímsson, Óskar Eyþórsson, Eyþór Óskarsson, Helga Sveinsdóttir og Georg Lárusson. Eyþór er annar Íslendinga til að útskrifast frá skólanum en Ásgrímur var sá fyrtsi árið 1987. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Eyþór Óskars­son, stýri­maður og varðstjóri hjá Land­helg­is­gæsl­unni, frá Stykk­is­hólmi varð á miðviku­dag ann­ar Íslend­inga til að út­skrif­ast úr skóla banda­rísku strand­gæsl­unn­ar, US Co­ast Guard Aca­demy. Eyþór hef­ur und­an­far­in fjög­ur ár stundað nám í stjórn­un við skól­ann sem staðsett­ur er í New London í Conn­ecticut ríki, en þaðan út­skrif­ast verðandi stjórn­end­ur banda­rísku strand­gæsl­unn­ar, upp­lýs­ir Land­helg­is­gæsla Íslands.

Fyr­ir til­stuðlan Land­helg­is­gæsl­unn­ar fékk Eyþór skóla­vist við skól­ann árið 2018 og er hann einn af níu er­lend­um nem­end­um sem út­skrifuðust. Alls út­skrifuðust 252 nem­end­ur sem er mesti fjöldi í sögu skól­ans.

Mik­il hátíðar­höld fóru fram og flugu björg­un­arþyrl­ur Strand­gæsl­unn­ar yfir svæðið til heiðurs nýj­um sjó­liðsfor­ingj­um sem að göml­um sið fleygðu húf­um sín­um á loft.

Karl Schultz, flotaforingi og yfirmaður Strandgæslunnar.
Karl Schultz, flota­for­ingi og yf­ir­maður Strand­gæsl­unn­ar. Ljós­mynd/​U.S. Co­ast Guard Aca­demy

Fyr­ir 35 árum

For­eldr­ar Eyþórs, þau Helga Sveins­dótt­ir og Óskar Eyþórs­son, voru viðstödd út­skrift­ina. Þar voru einnig Georg Kr. Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, og Ásgrím­ur L. Ásgríms­son, fram­kvæmda­stjóri aðgerðasviðs. Árið 1987, eða fyr­ir 35 árum, út­skrifaðist Ásgrím­ur fyrst­ur Íslend­inga frá skól­an­um en skóla­fé­lagi hans, aðstoðarflota­for­ingi, stýrði út­skrift­inni. Kelly er nú skóla­stjóri skól­ans.

Kamala Harris, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, og Karl Schultz, flota­for­ingi og yf­ir­maður strand­gæsl­unn­ar, ávörpuðu út­skrift­ar­nem­ana og fjöl­skyld­ur þeirra.

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna.
Kamala Harris vara­for­seti Banda­ríkj­anna. Ljós­mynd/​U.S. Co­ast Guard Aca­demy

Sögu­rík stofn­un

Banda­ríska strand­gæsl­an get­ur rakið sögu sína til árs­ins 1790 en skóli stofn­un­ar­inn­ar var stofnaður árið 1876. Rík­ar hefðir eru inn­an skól­ans og má nefna að nem­end­um er gert að sigla á segl­skipi Strand­gæsl­unn­ar USCGC Eagle. Skipið hef­ur meðal ann­ars komið nokkr­um sinn­um við á Íslandi og hef­ur vakið tölu­verða at­hygli enda hæsta mastrið 45 metr­ar.

Kon­um var fyrst hleypt í skól­ann 1976 og var fyrsti er­lendi nem­andinn, Migu­el Sanchez frá Fil­ipps­eyj­um, út­skrifaður árið 1980.

Aldrei hafa jafn margir nremendur verið útskrifaðir í 146 ára …
Aldrei hafa jafn marg­ir nrem­end­ur verið út­skrifaðir í 146 ára sögu skól­ans. Ljós­mynd/​U.S. Co­ast Guard Aca­demy
William Kelly, aðstoðarflotaforingi og skólastjóri, og Eric Jones, aðstoðarflotaforingi hjá …
William Kelly, aðstoðarflota­for­ingi og skóla­stjóri, og Eric Jo­nes, aðstoðarflota­for­ingi hjá banda­ríksu Strand­gæsl­unni, ásamt skóla­bróður sín­um Ásgrími. Þeir út­skrifuðust sam­an 1987. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Hefð er fyrir því þar vestra að kasta höttum sínum …
Hefð er fyr­ir því þar vestra að kasta hött­um sín­um í loftið. Ljós­mynd/​U.S. Co­ast Guard Aca­demy
William Kelly. skólastjóri, afhendir nemenda viðurkenningu.
William Kelly. skóla­stjóri, af­hend­ir nem­enda viður­kenn­ingu. Ljós­mynd/​U.S. Co­ast Guard Aca­demy
Ljós­mynd/​U.S. Co­ast Guard Aca­demy
Kamala Harris afhendir nemenda viðurkenningu.
Kamala Harris af­hend­ir nem­enda viður­kenn­ingu. Ljós­mynd/​U.S. Co­ast Guard Aca­demy






Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: