Hitamet slegin víða á Spáni

Heilbrigðisráðuneyti Spánar hvetur fólk til að drekka mikið af vatni.
Heilbrigðisráðuneyti Spánar hvetur fólk til að drekka mikið af vatni. AFP

Hita­met hafa verið sleg­in víða á Spáni í má­mánuði en hiti hef­ur sumstaðar farið yfir 40 gráður. 

Spænska veður­stof­an varaði við hita­bylgj­um í tíu héruðum í dag og sagði að um væri að ræða „áköf­ustu“ hita­bylgj­ur sem hafa sést í nokk­ur ár. 

BBC grein­ir frá því að hita­met hafi verið sett í borg­inni Jaén á Suður-Spáni á föstu­dag en hiti mæld­ist 40 gráður. 

Þessi óeðli­lega mikli hiti, fyr­ir þenn­an árs­tíma, or­sak­ast af hlýj­um vind­um sem berst frá Norður-Afr­íku. Þeir valda því að hiti mæl­ist um 15 gráðum meiri en á sama tíma í fyrra. 

Mesta hit­ann má finna í héruðunum Andal­ús­íu, Extrema­dúra, Kast­il­íu-La Mancha, Aragon og í höfuðborg­inni Madríd. 

Heil­brigðisráðuneyti Spán­ar hvet­ur fólk til að drekka mikið af vatni og halda sig frá sól­inni eins og hægt er.

mbl.is