Hundahald leyft í skotlestum Japans

Hundarnir sem fengu að vera lausir í sérstakri gæludýra lestarferð …
Hundarnir sem fengu að vera lausir í sérstakri gæludýra lestarferð virtust kátir með tilbreytinguna. AFP/Behrouz MEHRI

Venju­lega þarf að hafa hunda í ein­hvers kon­ar búr­um þegar þeir ferðast með eig­end­um sín­um í há­hraða skot­lest­un­um í Jap­an, en í dag var hunda­hald leyft í ein­um vagni á leið frá Tokyo til Karuizawa.

Eigendur sýna hunda sína í lestarferðinni í dag.
Eig­end­ur sýna hunda sína í lest­ar­ferðinni í dag. AFP/​Behrouz MEHRI

21 loðinn fer­fætl­ing­ur fylgdi eig­anda sín­um í þessa klukku­stund­ar löngu gælu­dýra lest­ar­ferð.

Sam­an­lögð þyngd gælu­dýra og búra þeirra má ekki vera meiri en tíu kíló­grömm í venju­legri lest­ar­ferð há­hraðal­est­ar­kerf­is Jap­ans, en lest­ir þar í landi eru þekkt­ar fyr­ir það hversu hreint er inni í þeim.

Hundar þurfa venjulega að vera í búrum þegar ferðast á …
Hund­ar þurfa venju­lega að vera í búr­um þegar ferðast á með þá í há­hraða lest­ar­kerfi Jap­ans. AFP/​Behrouz MEHRI

Plast var sett yfir öll sæti gælu­dýra-lest­ar­vagns­ins og fjög­ur loft­hreinsi­tæki til að reyna að halda hrein­læt­inu í há­marki.

Skipu­leggj­end­ur lest­ar­ferðar­inn­ar segj­ast von­ast til þess að fleiri sam­bæri­leg­ar ferðir verði í framtíðinni.

AFP/​Behrouz MEHRI
AFPAFP/​Behrouz MEHRI
AFP/​Behrouz MEHRI
AFP/​Behrouz MEHRI
mbl.is