Tæp fimm tonn í strandveiði

Á fimmta tonn veiddust nýverið í strandveiðum á skipinu Nökkva.
Á fimmta tonn veiddust nýverið í strandveiðum á skipinu Nökkva. 200 mílur

Tæp fimm tonn veidd­ust í strand­veiði á Nökkva ÁR-101 fyr­ir stuttu. Skip­stjór­inn, Garðar Guðmunds­son, seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að hann viti ekki hvort um met sé að ræða.

„Ég veit ekk­ert hvort þetta sé neitt met, en þetta er met hjá mér alla vega,“ seg­ir Garðar sem ger­ir út frá Þor­láks­höfn.

„Þetta svo sem ger­ist ekki á hverj­um degi. Maður fær kannski svona afla, ekki al­veg svona mikið einu sinni yfir sum­arið. Ég segi alltaf þegar ég er spurður af því að þetta sé bara heppni.“

Garðar seg­ir að sitt met í strand­veiðum fyr­ir þetta hafi lík­lega verið 4,2 tonn, en venj­an er að reyna að halda sig í tölu­vert minni afla.

„Skammt­ur­inn er bara 770 kíló af  þorski, og það er það sem við erum að miða okk­ur við alla daga,“ seg­ir Garðar.

mbl.is