Tæp fimm tonn í strandveiði

Á fimmta tonn veiddust nýverið í strandveiðum á skipinu Nökkva.
Á fimmta tonn veiddust nýverið í strandveiðum á skipinu Nökkva. 200 mílur

Tæp fimm tonn veiddust í strandveiði á Nökkva ÁR-101 fyrir stuttu. Skipstjórinn, Garðar Guðmundsson, segir í samtali við 200 mílur að hann viti ekki hvort um met sé að ræða.

„Ég veit ekkert hvort þetta sé neitt met, en þetta er met hjá mér alla vega,“ segir Garðar sem gerir út frá Þorlákshöfn.

„Þetta svo sem gerist ekki á hverjum degi. Maður fær kannski svona afla, ekki alveg svona mikið einu sinni yfir sumarið. Ég segi alltaf þegar ég er spurður af því að þetta sé bara heppni.“

Garðar segir að sitt met í strandveiðum fyrir þetta hafi líklega verið 4,2 tonn, en venjan er að reyna að halda sig í töluvert minni afla.

„Skammturinn er bara 770 kíló af  þorski, og það er það sem við erum að miða okkur við alla daga,“ segir Garðar.

mbl.is