Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist Björgvinsson, hafa tekið ákvörðun um að skilja.
Þau tilkynntu þessa tímamótaákvörðun á Instagram, í sameiningu, með kvöldsólina í augunum.
Camilla og Rafn eru búin að vera saman í þrettán ár og eiga saman tvo syni. Sambandsslitin áttu sér langan aðdraganda, að þeirra sögn. Þau skilja þó í sátt og samlyndi.
„Byrjuðum sem bestu vinir, enduðum bestu vinir,“ sagði Camilla í myndbandinu.
Brúðkaup þeirra Camillu og Rafns vakti mikla athygli á sínum tíma en þau gengu í hjónaband árið 2017. Þá sýndi Camilla frá undirbúningnum á Snapchat.
Smartland óskar þeim góðs gengis á þessum stóru tímamótum.