Maya Henry, unnusta fyrrum One Direction söngvarans Liam Payne svarar fyrir sig eftir að aðdáendur birtu myndir af Payne með annarri konu á Instagram.
Talið er að Henry og Payne hafi byrjað að hittast árið 2018, en þau opinberuðu samband sitt í árslok 2019. Parið trúlofaðist síðan í ágúst 2020 en voru hætt saman einungis ári síðar.
Tveim mánuðum síðar voru þau þó byrjuð saman aftur, en samkvæmt heimildum Eonline virðast þau hafa slitið sambandinu á ný eftir myndbirtingar af Payne með annarri konu.
„Ég elska alla aðdáendur okkar svo mikið en ég bið ykkur um að hætta að senda mér myndir af unnusta mínum með aðra konu í fanginu. Þetta er ekki ég og það er nógu erfitt að vita að þetta hafi gerst án þess að þurfa að sjá það. Nú er komið nóg,“ segir Henry undir myndinni.