Lykillinn að fullkomnum myndum áhrifavalda

Það þarf að leggja ýmislegt á sig til þess að …
Það þarf að leggja ýmislegt á sig til þess að ná fullkominni mynd. Það vita Sunneva Eir Einarsdóttir og Ástrós Traustadóttir. Samsett mynd

Áhrifa­vald­ar búa svo sann­ar­lega yfir gríðarlegri þekk­ingu þegar kem­ur að því að smella af hinum full­komnu augna­blik­um á sam­fé­lags­miðlum. Áhrifa­vald­arn­ir Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir og Ástrós Trausta­dótt­ir sýndu eitt ráðið á In­sta­gram í vik­unni, en þær birtu fal­leg­ar mynd­ir af sér úti að ganga í sól­inni í Lund­ún­um um helg­ina. 

Ekki er allt sem sýn­ist því að baki mynd­un­um ligg­ur ákveðin tækni, sem flest ættu þó að geta til­einkað sér fyr­ir In­sta­gram. Í mynd­band­inu vagga þær fram og aft­ur í sömu spor­un­um til þess að vera í takt, en ekki á of mik­illi ferð fyr­ir mynd­ina. 

Mynd­bandið má sjá hér fyr­ir neðan, og mynda­afrakst­ur­inn þar fyr­ir neðan.

mbl.is