Áhrifavaldar búa svo sannarlega yfir gríðarlegri þekkingu þegar kemur að því að smella af hinum fullkomnu augnablikum á samfélagsmiðlum. Áhrifavaldarnir Sunneva Eir Einarsdóttir og Ástrós Traustadóttir sýndu eitt ráðið á Instagram í vikunni, en þær birtu fallegar myndir af sér úti að ganga í sólinni í Lundúnum um helgina.
Ekki er allt sem sýnist því að baki myndunum liggur ákveðin tækni, sem flest ættu þó að geta tileinkað sér fyrir Instagram. Í myndbandinu vagga þær fram og aftur í sömu sporunum til þess að vera í takt, en ekki á of mikilli ferð fyrir myndina.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, og myndaafraksturinn þar fyrir neðan.